Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

510. spurningar: Hér er spurt galdra í allskonar skilningi

510. spurningar: Hér er spurt galdra í allskonar skilningi

Hér snúast allar spurningar um galdra og töfra í víðum skilningi. Og fyrri aukaspurning er svona:

Hér að ofan má sjá fræga galdranorn. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða galdramaður er með ör á enni sem líkist helst eldingu?

2.  Ein besta mynd um galdra sem gerð hefur verið á seinni árum fjallaði um keppni tveggja töframanna sem Christian Bale og Hugh Jackman léku. Scarlett Johansen lék aðalkvenrulluna og David Bowie brá fyrir í hlutverki Nicola Tesla. Það var sá frægi leikstóri Christopher Nolan sem leikstýrði en hvað hét þessi magnaða mynd?

3.  Galdrabækur voru gjarnan gefnar út á fyrri tíð en einnig á vorum dögum. Elísabet Kristín Jökulsdóttir gaf til dæmis út eina árið 1993. Hvað hét hún?

4.  Louis Comte var franskur töframaður á fyrri hluta 19. aldar sem átti mikinn þátt í að gera galdrabrögð og brellur að tiltölulega virðulegri skemmtun, enda kom hann jafnan fram spariklæddur með pípuhatt og allt. Comte er talinn hafa verið fyrstur til að framkvæma töfrabragð sem allar götur síðan hefur verið eins konar einkennisbrella töframanna. Hvað var það?

5.  Einn af frægustu töframönnum heims er Bandaríkjamaður sem bar upphaflega ættarnafnið Kotkin en tók sér síðar nafn frægrar sögupersónu úr 19. aldar skáldsögu eftir Charles Dickens. Hvað kallast þessi töframaður sem sé síðan?

6.  Albus Percival Wulfric Brian. Þessi fjögur skírnarnöfn ber víðfrægur galdramaður, húðvænn og velviljaður öllu góðu fólki. En hvaða ættarnafn ber þessi ágæti karl?

7.  Hvað hét skólapiltur einn í Hólaskóla fyrr á tíð sem kenndur var við galdra?

8.  Galdrakvikindi einu, sem konur mögnuðu upp á Íslandi fyrr á tíð, er svo lýst: „Hann var sívalningslaga, magnaður upp af mannsrifi sem vafið hafði verið ullarflóka. Þetta báru konurnar innanklæða milli brjósta sér og dreyptu á kvikindið messuvíni þar til það var fullmagnað. Þá settu þær [kvikindið] á sepa eða vörtu efst í lærkrikanum þar sem [það] saug sig [fast] og nærðist á blóði galdrakonunnar.“ Hvað kallaðist þetta?

9.  Earvin Johnson heitir fyrrverandi körfuboltamaður vestur í Bandaríkjunum. Hann er nú 62 ára gamall. Af hverju er ég að spyrja um hann hér?

10.  Um árið 200 eftir Krist gaf rómverski fræðimaðurinn Serenus Sammonicus út ljóðabókina De medicina praecepta sem hafði að geyma galdraþulur sem áttu að vinna bug á ýmsum sjúkdómum. Þar birtist fyrst sérstakur galdrafrasi sem átti þá að stemma stigu við sótthita, en hefur gegnum tíðina verið notaður sem einskonar alltumlykjandi tákn um beitingu galdra. Hver var þessi frasi Sammonicusar?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá rithöfund sem oft er talinn holdgervingur greinar skáldskapar sem kallast „töfraraunsæi“ þar sem furðum líkir atburðir gerast eins og ekkert sé en sannkallaðir galdrar þykja vart umtalsverðir. Hvað hét þessi höfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Harry Potter.

2.  The Prestige.

3.  Galdrabók Ellu Stínu.

4.  Draga kanínu úr pípuhatti.

5.  David Copperfield.

6.  Dumbledore.

7.  Galdra-Loftur.

8.  Tilberi.

9.  Af því að hann kallaðist Magic Johnson.

10.  Abracadabra.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Maddama Mimm úr Andrésblöðunum.

A neðri myndinni er Garcia Marquez, höfundur Hundrað ára einsemdar og fleiri bóka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár