Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

510. spurningar: Hér er spurt galdra í allskonar skilningi

510. spurningar: Hér er spurt galdra í allskonar skilningi

Hér snúast allar spurningar um galdra og töfra í víðum skilningi. Og fyrri aukaspurning er svona:

Hér að ofan má sjá fræga galdranorn. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða galdramaður er með ör á enni sem líkist helst eldingu?

2.  Ein besta mynd um galdra sem gerð hefur verið á seinni árum fjallaði um keppni tveggja töframanna sem Christian Bale og Hugh Jackman léku. Scarlett Johansen lék aðalkvenrulluna og David Bowie brá fyrir í hlutverki Nicola Tesla. Það var sá frægi leikstóri Christopher Nolan sem leikstýrði en hvað hét þessi magnaða mynd?

3.  Galdrabækur voru gjarnan gefnar út á fyrri tíð en einnig á vorum dögum. Elísabet Kristín Jökulsdóttir gaf til dæmis út eina árið 1993. Hvað hét hún?

4.  Louis Comte var franskur töframaður á fyrri hluta 19. aldar sem átti mikinn þátt í að gera galdrabrögð og brellur að tiltölulega virðulegri skemmtun, enda kom hann jafnan fram spariklæddur með pípuhatt og allt. Comte er talinn hafa verið fyrstur til að framkvæma töfrabragð sem allar götur síðan hefur verið eins konar einkennisbrella töframanna. Hvað var það?

5.  Einn af frægustu töframönnum heims er Bandaríkjamaður sem bar upphaflega ættarnafnið Kotkin en tók sér síðar nafn frægrar sögupersónu úr 19. aldar skáldsögu eftir Charles Dickens. Hvað kallast þessi töframaður sem sé síðan?

6.  Albus Percival Wulfric Brian. Þessi fjögur skírnarnöfn ber víðfrægur galdramaður, húðvænn og velviljaður öllu góðu fólki. En hvaða ættarnafn ber þessi ágæti karl?

7.  Hvað hét skólapiltur einn í Hólaskóla fyrr á tíð sem kenndur var við galdra?

8.  Galdrakvikindi einu, sem konur mögnuðu upp á Íslandi fyrr á tíð, er svo lýst: „Hann var sívalningslaga, magnaður upp af mannsrifi sem vafið hafði verið ullarflóka. Þetta báru konurnar innanklæða milli brjósta sér og dreyptu á kvikindið messuvíni þar til það var fullmagnað. Þá settu þær [kvikindið] á sepa eða vörtu efst í lærkrikanum þar sem [það] saug sig [fast] og nærðist á blóði galdrakonunnar.“ Hvað kallaðist þetta?

9.  Earvin Johnson heitir fyrrverandi körfuboltamaður vestur í Bandaríkjunum. Hann er nú 62 ára gamall. Af hverju er ég að spyrja um hann hér?

10.  Um árið 200 eftir Krist gaf rómverski fræðimaðurinn Serenus Sammonicus út ljóðabókina De medicina praecepta sem hafði að geyma galdraþulur sem áttu að vinna bug á ýmsum sjúkdómum. Þar birtist fyrst sérstakur galdrafrasi sem átti þá að stemma stigu við sótthita, en hefur gegnum tíðina verið notaður sem einskonar alltumlykjandi tákn um beitingu galdra. Hver var þessi frasi Sammonicusar?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá rithöfund sem oft er talinn holdgervingur greinar skáldskapar sem kallast „töfraraunsæi“ þar sem furðum líkir atburðir gerast eins og ekkert sé en sannkallaðir galdrar þykja vart umtalsverðir. Hvað hét þessi höfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Harry Potter.

2.  The Prestige.

3.  Galdrabók Ellu Stínu.

4.  Draga kanínu úr pípuhatti.

5.  David Copperfield.

6.  Dumbledore.

7.  Galdra-Loftur.

8.  Tilberi.

9.  Af því að hann kallaðist Magic Johnson.

10.  Abracadabra.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Maddama Mimm úr Andrésblöðunum.

A neðri myndinni er Garcia Marquez, höfundur Hundrað ára einsemdar og fleiri bóka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár