Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

509. spurningaþraut: Næstfjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei stjórnað?!

509. spurningaþraut: Næstfjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei stjórnað?!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Isaac de Portau, Armand de Sillegue og Henri d'Aramitz voru franskir að ætt (raunar frá Gaskoníu) og uppi á 17. öld. Þeir urðu fyrirmyndir að persónum í frægri skáldsögu. Hvað heitir sú skáldsaga?

2.  Apakettir lifa villtir á aðeins einum mjög afmörkuðum stað í Evrópu. Hvaða staður er það?

3.  Hvað heita þeir apakettir sem þar búa?

4.  Í hvaða landi er höfuðborgin Havana?

5.  Hver kallaði heimili sitt Graceland?

6.  Og í hvaða borg skyldi Graceland vera niðurkomið?

7.  Eitt af því sem sagt er vera óteljandi á Íslandi eru hólarnir í ... ja, hvar?

8.  Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Boris Johnson?

9.  Hvað er fjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei verið við stjórnvölinn sem lýðræðislega valinn leiðtogi, hvorki sem forseti né forsætisráðherra?

10.  En það næst fjölmennasta í Evrópu þar sem gildir: Engin kona valist til valda?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skytturnar þrjár.

2.  Gíbraltar.

3.  Makakí-apakettir.

4.  Kúba.

5.  Elvis Presley.

6.  Memphis.

7.  Vatnsdal.

8.  Theresa May.

9.  Rússland.

10.  Ítalía.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið hið efra er út kvikmyndinni When Harry Met Sally.

Ónefnd kona, viðskiptavinur á veitingahúsi, segir:

„Ég ætla að fá það sem hún fékk sér.“

Eftir að hafa fylgst með Meg Ryan fá fullnægingu yfir matnum.

Eða réttara sagt þykjast fá það.

Á myndinni hér til hliðar má sjá konuna milli þeirra Meg Ryan og Billy Crystal.

Á neðri myndinni mátti aftur á móti sjá neðri hluta andlits fótboltakarlsins Cristiano Ronaldo.

Hann lítur svona út í heild.

Það er að segja þegar hann er ekki í íþróttatreyjunni sinni.

***

Svo má finna hlekk á eldri þrautir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár