509. spurningaþraut: Næstfjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei stjórnað?!

509. spurningaþraut: Næstfjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei stjórnað?!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Isaac de Portau, Armand de Sillegue og Henri d'Aramitz voru franskir að ætt (raunar frá Gaskoníu) og uppi á 17. öld. Þeir urðu fyrirmyndir að persónum í frægri skáldsögu. Hvað heitir sú skáldsaga?

2.  Apakettir lifa villtir á aðeins einum mjög afmörkuðum stað í Evrópu. Hvaða staður er það?

3.  Hvað heita þeir apakettir sem þar búa?

4.  Í hvaða landi er höfuðborgin Havana?

5.  Hver kallaði heimili sitt Graceland?

6.  Og í hvaða borg skyldi Graceland vera niðurkomið?

7.  Eitt af því sem sagt er vera óteljandi á Íslandi eru hólarnir í ... ja, hvar?

8.  Hver var forsætisráðherra Bretlands á undan Boris Johnson?

9.  Hvað er fjölmennasta ríki Evrópu þar sem kona hefur aldrei verið við stjórnvölinn sem lýðræðislega valinn leiðtogi, hvorki sem forseti né forsætisráðherra?

10.  En það næst fjölmennasta í Evrópu þar sem gildir: Engin kona valist til valda?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skytturnar þrjár.

2.  Gíbraltar.

3.  Makakí-apakettir.

4.  Kúba.

5.  Elvis Presley.

6.  Memphis.

7.  Vatnsdal.

8.  Theresa May.

9.  Rússland.

10.  Ítalía.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið hið efra er út kvikmyndinni When Harry Met Sally.

Ónefnd kona, viðskiptavinur á veitingahúsi, segir:

„Ég ætla að fá það sem hún fékk sér.“

Eftir að hafa fylgst með Meg Ryan fá fullnægingu yfir matnum.

Eða réttara sagt þykjast fá það.

Á myndinni hér til hliðar má sjá konuna milli þeirra Meg Ryan og Billy Crystal.

Á neðri myndinni mátti aftur á móti sjá neðri hluta andlits fótboltakarlsins Cristiano Ronaldo.

Hann lítur svona út í heild.

Það er að segja þegar hann er ekki í íþróttatreyjunni sinni.

***

Svo má finna hlekk á eldri þrautir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu