Sænski læknirinn Essam Mansour segir að Róbert Wessman, fjárfestir og forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafi farið á bak við sig eftir að hann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir 12 árum síðan. Essam segir að hann hafi lagt 500 þúsund dollara, tæplega 62 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, inn í sænska félagið Aztiq Partners AB, sem stofnað var til að halda utan um eignarhluti Róberts og viðskiptafélaga hans í Alvogen.
Essam segir að eftir að hann lagði peningana fram hafi hann hins vegar verið útilokaður frá félaginu, ekki fengið að taka þátt í hluthafafundum og ákvarðanir hafi verið teknar innan félagsins án þess að hann hafi verið hafður með í ráðum. Síðan þá hefur Essam reynt að leita réttar síns gagnvart Róberti en án árangurs. „Þeir reyndu að bjóða mér 1,2 milljónir dollara fyrir hlut minn árið 2019. En það er bara lítill hluti af verðmæti hans. Ég hef …
Athugasemdir