Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

508. spurningaþraut: Hvar eru algengustu nöfnin Junior, Blessing og svo Precious og Princess?

508. spurningaþraut: Hvar eru algengustu nöfnin Junior, Blessing og svo Precious og Princess?

Fyrri aukaspurning:

Sjáið merkið hér að ofan. Þetta er vörumerki fyrir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Samkvæmt Wikipedíu voru þrjú algengustu skírnarnöfnin fyrir nýfædda pilta í Afríkuríki einu árið 2015 nöfnin Junior, Blessing og Gift. Þrjú algengustu stúlknanöfnin voru hins vegar Precious, Princess og Angel. Hvaða land skyldi þetta vera?

2.  Hvaða reikistjarna kemur næst Jörðinni á ferðum sínum umhverfis sólina?

3.  Síðasti kóngurinn í hvaða ríki kallaðist Viktor Emanúel 3.?

4.  Árið 1918 var stofnað nýtt ríki í Evrópu sem hét í fyrstu Konungsríki Serba, Króata og Slóvena. En fljótlega var þó skipt um nafn á ríkinu og það var þá nefnt ... hvað?

5.  Hvað þýðir það nafn annars?

6.  Hver er eini Íslendingurinn sem fengið Óskarsverðlaun?  

7.  Hvað heitir yngsta barn Elísabetar Bretadrottningar?

8.  „Loksins, loksins,“ er upphafið á frægum ritdómi um nýja íslenska skáldsögu. Hver var höfundur skáldsögunnar?

9.  En hver skrifaði þennan ritdóm? Lárviðarstig er svo í boði að auki fyrir að vita í hvaða tímariti ritdómurinn með þessum frægu orðum birtist.

10.  „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár / og þúsund ár dagur, ei meir: / eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, / sem ...“ Sem hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn sem hér heldur svo stoltur á nýfæddum syni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Suður-Afríka.

2.  Venus.

3.  Ítalíu.

4.  Júgóslavía.

5.  Suður-Slavía.

6.  Hildur Guðnadóttir.  

7.  Játvarður.

8.  Halldór Laxness.

9.  Kristján Albertsson. Tímaritið hét Vaka.

10.  „... tilbiður guð sinn og deyr.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er vörumerki eða lógó fyrir bíla af gerðinni Ford Mustang.

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá portúgalskan fótboltaþjálfara.

Hann hefur gert garðinn frægan með ýmsum helstu stórliðum heimsins, svo sem Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United.

Hann er umdeildur nokkuð, eins og kunnugt er, en heitir Jose Mourinho.

***

Hér eru svo fyrir neðan hlekkir á fyrri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár