Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

507. spurningaþraut: Höfuðborg hvaða veldis var Cusco?

507. spurningaþraut: Höfuðborg hvaða veldis var Cusco?

Fyrri aukaspurning:

Hvað fugl má sjá á myndinni hér að ofan? Myndina tók Hrafn Óskarsson.

***

1.  „Hér er vá á ferðum, við skulum láta af þessu.“ Hér kæmi eitt orð að gagni í báðum setningarhlutum — í stað orða sem þarna standa. Hvaða orð er það sem hefur svo ólíka merkingu?

2.  Hvað hét ungi lærlingurinn sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti sóttist eftir í Hvíta húsinu?

3.  En hvað hét saksóknarinn sem rannsakaði mál Clintons árum saman og þar á meðal ofangreint samband hans við ungu konuna eða lærlinginn?

4.  Cusco heitir borg ein þar sem búa nú tæplega 500.000 sálir. En í byrjun 15. aldar var Cusco höfuðborg í voldugu ríki. Hvaða ríki var það?

5.  Í hvaða skáldsögu kemur Jón Hreggviðsson mjög við sögu?

6.  Hver er útbreiddasta skyndibitakeðja í heimi? Sem sagt með flesta útsölustaði.

7.  Á bleikum náttkjólum — hver eða hverjir gáfu út þá plötu? Svarið þarf að vera nákvæmt.

8.  Hvernig er fjórða boðorðið?

9.  Leikari einn, sem fyrr á árum kom ekki síst fram í einleikjum og eins manns sýningum af ýmsu tagi, og rak sitt eigin leikhús, en starfaði svo lengi hjá útvarpinu og gerði þá frægan útvarpsþátt um vist sína í frumbernsku á vöggustofu, en er nú kominn í framboð til þings fyrir Samfylkinguna, hvað heitir þessi leikari?

10.  Út í hvaða vík, vog, fjörð eða flóa fellur Lagarfljót?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hætta.

2.  Monica Lewinsky.

3.  Starr.

4.  Ríki Inka í Perú.

5.  Íslandsklukkunni.

6.  Subway.

7.  Megas og Spilverk þjóðanna.

8.  „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“

9.  Viðar Eggertsson.

10.  Héraðsflóa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er himbrimi.

Á neðri myndinni er Marilyn Monroe.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár