Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

505. spurningaþraut: Hver heldur upp á 32 ára afmælið sitt í dag?

505. spurningaþraut: Hver heldur upp á 32 ára afmælið sitt í dag?

Fyrri aukaspurning:

Stóllinn á myndinni hér að ofan er tákn fyrir sjónvarpsþátt einn sem fengið hefur við stöðugar vinsældir í Bretlandi í tæp 50 ár og reyndar í mörgum öðrum löndum líka. Íslensk útgáfa var reynd fyrir rúmum aldarfjórðungi en festist ekki í sessi. Hvað kallast þátturinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Á árunum fyrir 2000 lét fótboltafélagið Leiftur heilmikið að sér kveða í efstu deild í karlafótboltanum á Íslandi. Heilmikill völlur var á Leiftursmönnum, Brasilíumenn ráðnir til starfa og svona. En frá hvaða sveitarfélagi var Leiftur?

2.  Dýrategund ein er líka nefnd leiftur. Ekki er hægt að segja að leiftur búi á Íslandi en tegundin þekkir þó vel til hér um slóðir. Hvers konar dýr er leiftur?

3.  Hver var formaður Sjálfstæðisflokksins 1973-1983?

4.  Í dag heldur upp á 32 ára afmælið sitt þýskur fótboltamaður sem hefur hlotið fleiri verðlaunagripi og medalíur en nokkur Þjóðverji annar — eftir því sem ég best veit. Hann spilar sem sóknarmaður fyrir Bayern München og þýska landsliðið og bæði á HM 2010 og HM 2014 skoraði hann fimm mörk. Hvað heitir hann?

5.  Júlíana Sveinsdóttir fæddist 1889 og lést 1966. Hvað fékkst hún við um ævina?

6.  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í efsta sæti framboðslista Pírata í hvaða kjördæmi í komandi kosningum?

7.  Í Landnámu segir frá komu hins norska Flóka Vilgerðarsonar á skipi til Íslands. Með honum á skipi var meðal annars maður frá Suðureyjum. Þeir Flóki sigldu fyrir fjarðarmynni eitt breitt og mikið, en Suðureyingurinn sagði: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnsföll stór.“ Fjörðurinn mikli var síðan nefndur eftir manninum sem hélt að um árós væri að ræða. Hvað hét maðurinn frá Suðureyjum?

8.  Hver var Lara Croft?

9.  Hvað heitir forsætisráðherra Svíþjóðar?

10.  Árið 1948 hófst svokölluð loftbrú til ákveðinnar borgar í Evrópu. Borgin stóð einangruð á hálfgerðu óvinasvæði og loftbrú flutningavéla var ætlað að koma vistum til borgarbúa þar sem samgöngur á landi höfðu verið að mestu stöðvaðar. Loftbrúin stóð í tæpt ár. Hvaða borg var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sundið sem sjá má hér að neðan?

***

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafsfirði. Athugið að Fjallabyggð var ekki til þá.

2.  Leiftur er höfrungategund en það dugar að segja hvalur.

3.  Geir Hallgrímsson.

4.  Thomas Müller.

Thomas Müller,hinn víðkunni „Raumdeuter“ Bayern.

5.  Myndlist, textíl.

6.  Hún býður sig fram í Kraganum eða Suðvesturkjördæmi.

7.  Faxi.

8.  Tölvuleikjapersóna. Reyndar færði hún svo út kvíarnar í bíómyndir um tíma.

9.  Löfven.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er stóllinn sem keppendur í spurningaþættinum Mastermind sitja í.

Á neðri myndinni má sjá Eyrarsund.

***

Hlekkir

á

fyrri

þraut

eru

hér

neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár