Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

505. spurningaþraut: Hver heldur upp á 32 ára afmælið sitt í dag?

505. spurningaþraut: Hver heldur upp á 32 ára afmælið sitt í dag?

Fyrri aukaspurning:

Stóllinn á myndinni hér að ofan er tákn fyrir sjónvarpsþátt einn sem fengið hefur við stöðugar vinsældir í Bretlandi í tæp 50 ár og reyndar í mörgum öðrum löndum líka. Íslensk útgáfa var reynd fyrir rúmum aldarfjórðungi en festist ekki í sessi. Hvað kallast þátturinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Á árunum fyrir 2000 lét fótboltafélagið Leiftur heilmikið að sér kveða í efstu deild í karlafótboltanum á Íslandi. Heilmikill völlur var á Leiftursmönnum, Brasilíumenn ráðnir til starfa og svona. En frá hvaða sveitarfélagi var Leiftur?

2.  Dýrategund ein er líka nefnd leiftur. Ekki er hægt að segja að leiftur búi á Íslandi en tegundin þekkir þó vel til hér um slóðir. Hvers konar dýr er leiftur?

3.  Hver var formaður Sjálfstæðisflokksins 1973-1983?

4.  Í dag heldur upp á 32 ára afmælið sitt þýskur fótboltamaður sem hefur hlotið fleiri verðlaunagripi og medalíur en nokkur Þjóðverji annar — eftir því sem ég best veit. Hann spilar sem sóknarmaður fyrir Bayern München og þýska landsliðið og bæði á HM 2010 og HM 2014 skoraði hann fimm mörk. Hvað heitir hann?

5.  Júlíana Sveinsdóttir fæddist 1889 og lést 1966. Hvað fékkst hún við um ævina?

6.  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í efsta sæti framboðslista Pírata í hvaða kjördæmi í komandi kosningum?

7.  Í Landnámu segir frá komu hins norska Flóka Vilgerðarsonar á skipi til Íslands. Með honum á skipi var meðal annars maður frá Suðureyjum. Þeir Flóki sigldu fyrir fjarðarmynni eitt breitt og mikið, en Suðureyingurinn sagði: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnsföll stór.“ Fjörðurinn mikli var síðan nefndur eftir manninum sem hélt að um árós væri að ræða. Hvað hét maðurinn frá Suðureyjum?

8.  Hver var Lara Croft?

9.  Hvað heitir forsætisráðherra Svíþjóðar?

10.  Árið 1948 hófst svokölluð loftbrú til ákveðinnar borgar í Evrópu. Borgin stóð einangruð á hálfgerðu óvinasvæði og loftbrú flutningavéla var ætlað að koma vistum til borgarbúa þar sem samgöngur á landi höfðu verið að mestu stöðvaðar. Loftbrúin stóð í tæpt ár. Hvaða borg var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sundið sem sjá má hér að neðan?

***

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafsfirði. Athugið að Fjallabyggð var ekki til þá.

2.  Leiftur er höfrungategund en það dugar að segja hvalur.

3.  Geir Hallgrímsson.

4.  Thomas Müller.

Thomas Müller,hinn víðkunni „Raumdeuter“ Bayern.

5.  Myndlist, textíl.

6.  Hún býður sig fram í Kraganum eða Suðvesturkjördæmi.

7.  Faxi.

8.  Tölvuleikjapersóna. Reyndar færði hún svo út kvíarnar í bíómyndir um tíma.

9.  Löfven.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er stóllinn sem keppendur í spurningaþættinum Mastermind sitja í.

Á neðri myndinni má sjá Eyrarsund.

***

Hlekkir

á

fyrri

þraut

eru

hér

neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár