Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

503. spurningaþraut: Þóra Margrét, Gunnar og heilagur Basil

503. spurningaþraut: Þóra Margrét, Gunnar og heilagur Basil

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem kunn sænsk leikkona túlkar á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Þóra Margrét Baldvinsdóttir heitir kona nokkur. Hún hefur fengist við sitt af hverju um ævina en er þó óneitanlega kunnust fyrir það hver eiginmaður hennar er. Og hann er ...?

2.  Gunnar Sigvaldason er í svipaðri stöðu. Hann hefur líka fengist við hitt og þetta en er kunnastur fyrir að vera eiginmaður ...?

3.  Hvar er dómkirkja heilags Basils?

4.  „Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós, / þegar myrkrið hörfar frá mér, / þá er eitthvað sem hrífur mig líkt og útsprungin rós, / þá vil ég ...“ Ja, þá vil ég hvað?

5.  Hvaða hljómsveit flutti það lag sem byrjar á þann hátt sem hér að ofan greinir?

6.  Í hvaða borg eru friðarverðlaun Nóbels afhent árlega?

7.  Hvað er kvaðratrót?

8.  Á ólympíuleikunum í Tókíó um í sumar setti Elaine Thompson-Herah ólympíumet í 100 metra hlaupi kvenna. Svo skemmtilega vill til að sá sem á ólympíumetið í 100 metra hlaupi er frá sama landi og Thompson-Herah. Hvaða land er það?

9.  Hvaða bíómynd hefur hlotið mesta aðsókn á alþjóðavettvangi það sem af er árinu 2021?

10.  Kvikmyndagerðarmaður sem leikstýrt hefur tveim bíómyndum, þar á meðal Sveitabrúðkaupi, en er þó þekktari sem klippari — bæði á Íslandi og ekki síður á alþjóðavettvangi (þar á meðal fyrir að hafa klippt myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind), hvað heitir þessi kvikmyndagerðarmaður?

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið hér að neðan er úr víðkunnu inngangsatriði sjónvarpsþáttanna Sopranos þar sem mafíósinn Tony Soprano keyrir frá New York og heim til sín í New Jersey. Hér er kynnt til sögu leikkonan Lorraine Bracco. Fyrstu ár sjónvarpsþáttanna hafði inngangsatriðið verið allt öðruvísi þegar Bracco var kynnt til sögu, en því var sem sagt breytt. Hvernig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjarni Benediktsson.

2.  Katrínar Jakobsdóttur.

3.  Í Moskvu.

Dómkirkjan hans Basilser á Rauða torginu.

4.  „... vera hjá þér.“ 

5.  Sálin hans Jóns míns. (Sjá hér!)

6.  Osló.

7.  Tala sem er margfölduð með sjálfri sér. Ég veit ekki hvort þetta dugar stræðfræðilega en þetta dugar hér! Í raun og veru dugar að nefna „margfölduð með sjálfri sér“.

8.  Jamaíka.

9.  Black Widow, Svarta ekkjan.

10.  Valdís Óskarsdóttir.  

***

Svör við aukaspurningum:

Persónan heitir Lisbet Salander.

Tvíburaturnarnir World Trade Center voru klipptir út úr kynningaratriðinu eftir að þeir voru felldir með hryðuverki þann 11. september 2001. Fyrstu ár þáttaraðarinnar hafði Tony Soprano séð þá augnablik í baksýnisspeglinum á leið sinni heim.

Og sjá betur hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár