503. spurningaþraut: Þóra Margrét, Gunnar og heilagur Basil

503. spurningaþraut: Þóra Margrét, Gunnar og heilagur Basil

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem kunn sænsk leikkona túlkar á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Þóra Margrét Baldvinsdóttir heitir kona nokkur. Hún hefur fengist við sitt af hverju um ævina en er þó óneitanlega kunnust fyrir það hver eiginmaður hennar er. Og hann er ...?

2.  Gunnar Sigvaldason er í svipaðri stöðu. Hann hefur líka fengist við hitt og þetta en er kunnastur fyrir að vera eiginmaður ...?

3.  Hvar er dómkirkja heilags Basils?

4.  „Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós, / þegar myrkrið hörfar frá mér, / þá er eitthvað sem hrífur mig líkt og útsprungin rós, / þá vil ég ...“ Ja, þá vil ég hvað?

5.  Hvaða hljómsveit flutti það lag sem byrjar á þann hátt sem hér að ofan greinir?

6.  Í hvaða borg eru friðarverðlaun Nóbels afhent árlega?

7.  Hvað er kvaðratrót?

8.  Á ólympíuleikunum í Tókíó um í sumar setti Elaine Thompson-Herah ólympíumet í 100 metra hlaupi kvenna. Svo skemmtilega vill til að sá sem á ólympíumetið í 100 metra hlaupi er frá sama landi og Thompson-Herah. Hvaða land er það?

9.  Hvaða bíómynd hefur hlotið mesta aðsókn á alþjóðavettvangi það sem af er árinu 2021?

10.  Kvikmyndagerðarmaður sem leikstýrt hefur tveim bíómyndum, þar á meðal Sveitabrúðkaupi, en er þó þekktari sem klippari — bæði á Íslandi og ekki síður á alþjóðavettvangi (þar á meðal fyrir að hafa klippt myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind), hvað heitir þessi kvikmyndagerðarmaður?

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið hér að neðan er úr víðkunnu inngangsatriði sjónvarpsþáttanna Sopranos þar sem mafíósinn Tony Soprano keyrir frá New York og heim til sín í New Jersey. Hér er kynnt til sögu leikkonan Lorraine Bracco. Fyrstu ár sjónvarpsþáttanna hafði inngangsatriðið verið allt öðruvísi þegar Bracco var kynnt til sögu, en því var sem sagt breytt. Hvernig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjarni Benediktsson.

2.  Katrínar Jakobsdóttur.

3.  Í Moskvu.

Dómkirkjan hans Basilser á Rauða torginu.

4.  „... vera hjá þér.“ 

5.  Sálin hans Jóns míns. (Sjá hér!)

6.  Osló.

7.  Tala sem er margfölduð með sjálfri sér. Ég veit ekki hvort þetta dugar stræðfræðilega en þetta dugar hér! Í raun og veru dugar að nefna „margfölduð með sjálfri sér“.

8.  Jamaíka.

9.  Black Widow, Svarta ekkjan.

10.  Valdís Óskarsdóttir.  

***

Svör við aukaspurningum:

Persónan heitir Lisbet Salander.

Tvíburaturnarnir World Trade Center voru klipptir út úr kynningaratriðinu eftir að þeir voru felldir með hryðuverki þann 11. september 2001. Fyrstu ár þáttaraðarinnar hafði Tony Soprano séð þá augnablik í baksýnisspeglinum á leið sinni heim.

Og sjá betur hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu