Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá skriftletur sem þjóð ein tók upp um það bil árið 405 eftir Krist. Málfræðingur, guðfræðingur og tónskáld að nafni Mesrop Mashtots bjó það til, en talað tungumál þessarar þjóðar var miklu eldra. Hver var þjóðin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét karlmaðurinn sem sat lengi í fangelsi á Robben-eyju en endaði sem forseti í landi sínu?

2.  En hvað hét erkihertoginn sem myrtur var árið 1914 og varð kveikjan að fyrri heimsstyrjöld? Þið megi sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið líka hvað konan hans hét, sem einnig var drepin.

3.  Hvað hét borgin þar sem þau hjón voru drepin?

4.  Í hvaða landi heitir ríkisútvarpið BBC?

5.  Hvar takast Capulet og Montagu-ættirnar aðallega á?

6.  Í hvaða bæ hefur körfuboltafélagið Snæfell aðsetur?

7.  Hvaða reikistjarna hefur meira áberandi hringa úr ís og ryki utan um sig en aðrar?

8.  Hvaða þrjú dýr koma við sögu litlu, gulu hænunnar? Nefna verður öll þrjú.

9.  „Amerískur fótbolti“ er í raun allt önnur íþrótt en hefðbundinn evrópskur fótbolti. Hvaða orð nota Bandaríkjamenn yfir hina klassísku evrópsku gerð, sem spiluð er um allan heim?

10.  Hversu margir eru í hvoru liði í amerískum fótbolta?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mandela.

2.  Franz Ferdinand. Konan hans hét Soffía.

3.  Sarajevo.

4.  Bretlandi.

5.  Í leikriti Shakespeares, Rómeo og Júlíu. Sumir kynnu að vilja svara Veróna og ég hef ákveðið að gefa 3/4 úr stigi fyrir það. Ekki þó aukalega!

6.  Stykkishólmi.

7.  Satúrnus.

8.  Hundur, köttur og svín.

9.    Soccer.

10.  Ellefu.

***

Svör við aukaspurningum:

Armenar tóku upp þetta skriftletur um 405.

Borgin er Washington vestanhafs. Þið hefðuð mátt þekkja hana af Washington-minnismerkinu sem sést í lengst til hægri.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár