Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá skriftletur sem þjóð ein tók upp um það bil árið 405 eftir Krist. Málfræðingur, guðfræðingur og tónskáld að nafni Mesrop Mashtots bjó það til, en talað tungumál þessarar þjóðar var miklu eldra. Hver var þjóðin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét karlmaðurinn sem sat lengi í fangelsi á Robben-eyju en endaði sem forseti í landi sínu?

2.  En hvað hét erkihertoginn sem myrtur var árið 1914 og varð kveikjan að fyrri heimsstyrjöld? Þið megi sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið líka hvað konan hans hét, sem einnig var drepin.

3.  Hvað hét borgin þar sem þau hjón voru drepin?

4.  Í hvaða landi heitir ríkisútvarpið BBC?

5.  Hvar takast Capulet og Montagu-ættirnar aðallega á?

6.  Í hvaða bæ hefur körfuboltafélagið Snæfell aðsetur?

7.  Hvaða reikistjarna hefur meira áberandi hringa úr ís og ryki utan um sig en aðrar?

8.  Hvaða þrjú dýr koma við sögu litlu, gulu hænunnar? Nefna verður öll þrjú.

9.  „Amerískur fótbolti“ er í raun allt önnur íþrótt en hefðbundinn evrópskur fótbolti. Hvaða orð nota Bandaríkjamenn yfir hina klassísku evrópsku gerð, sem spiluð er um allan heim?

10.  Hversu margir eru í hvoru liði í amerískum fótbolta?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mandela.

2.  Franz Ferdinand. Konan hans hét Soffía.

3.  Sarajevo.

4.  Bretlandi.

5.  Í leikriti Shakespeares, Rómeo og Júlíu. Sumir kynnu að vilja svara Veróna og ég hef ákveðið að gefa 3/4 úr stigi fyrir það. Ekki þó aukalega!

6.  Stykkishólmi.

7.  Satúrnus.

8.  Hundur, köttur og svín.

9.    Soccer.

10.  Ellefu.

***

Svör við aukaspurningum:

Armenar tóku upp þetta skriftletur um 405.

Borgin er Washington vestanhafs. Þið hefðuð mátt þekkja hana af Washington-minnismerkinu sem sést í lengst til hægri.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár