502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

502. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir erkihertogafrú

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá skriftletur sem þjóð ein tók upp um það bil árið 405 eftir Krist. Málfræðingur, guðfræðingur og tónskáld að nafni Mesrop Mashtots bjó það til, en talað tungumál þessarar þjóðar var miklu eldra. Hver var þjóðin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét karlmaðurinn sem sat lengi í fangelsi á Robben-eyju en endaði sem forseti í landi sínu?

2.  En hvað hét erkihertoginn sem myrtur var árið 1914 og varð kveikjan að fyrri heimsstyrjöld? Þið megi sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið líka hvað konan hans hét, sem einnig var drepin.

3.  Hvað hét borgin þar sem þau hjón voru drepin?

4.  Í hvaða landi heitir ríkisútvarpið BBC?

5.  Hvar takast Capulet og Montagu-ættirnar aðallega á?

6.  Í hvaða bæ hefur körfuboltafélagið Snæfell aðsetur?

7.  Hvaða reikistjarna hefur meira áberandi hringa úr ís og ryki utan um sig en aðrar?

8.  Hvaða þrjú dýr koma við sögu litlu, gulu hænunnar? Nefna verður öll þrjú.

9.  „Amerískur fótbolti“ er í raun allt önnur íþrótt en hefðbundinn evrópskur fótbolti. Hvaða orð nota Bandaríkjamenn yfir hina klassísku evrópsku gerð, sem spiluð er um allan heim?

10.  Hversu margir eru í hvoru liði í amerískum fótbolta?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mandela.

2.  Franz Ferdinand. Konan hans hét Soffía.

3.  Sarajevo.

4.  Bretlandi.

5.  Í leikriti Shakespeares, Rómeo og Júlíu. Sumir kynnu að vilja svara Veróna og ég hef ákveðið að gefa 3/4 úr stigi fyrir það. Ekki þó aukalega!

6.  Stykkishólmi.

7.  Satúrnus.

8.  Hundur, köttur og svín.

9.    Soccer.

10.  Ellefu.

***

Svör við aukaspurningum:

Armenar tóku upp þetta skriftletur um 405.

Borgin er Washington vestanhafs. Þið hefðuð mátt þekkja hana af Washington-minnismerkinu sem sést í lengst til hægri.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu