Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

501. spurningaþraut: Stalingrad, Wizz Air, París og trommuleikari Bítlanna — þetta kemur allt við sögu!

501. spurningaþraut: Stalingrad, Wizz Air, París og trommuleikari Bítlanna — þetta kemur allt við sögu!

Og þá vindum vér oss til leiks, og fyrri aukaspurning hljóðar svo:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað ár hófst orrustan við Stalingrad?

2.  Philips raftækjafyrirtækið — í hvaða landi er það upprunnið?

3.  En flugfélagið Wizz Air?

4.  Hvaða höfundur skrifaði æviminningar í bókunum Minnisbók, Bernskubók og Táningabók?

5.  Fræg crossfit-stjarna hefur annast podcastið Eigin konur ásamt Fjólu Sigurðardóttur. Hvað heitir cross-fit stjarnan?

6.  Hvað heitir áin sem rennur um Parísarborg?

7.  Hver skrifaði bókina um Baskerville-hundinn?

8.  Sænsk leikkona var skírð Mia Pernilla og bar eftirnöfnin Hertzman-Ericson við fæðingu en þegar hún hóf leikferil sinn í sjónvarpsseríu Ingmars Bergmans Fanny & Alexander notaði hún nafnið Wallgren eftir stjúpföður sínum. Um það leyti giftist hún reyndar rithöfundi einum að nafni Klas Östergren og tók sér þá eftirnafn hans. Þau Östergren skildu og 1991 giftist hún dönskum leikstjóra og tók sér þá nafnið hans. Því nafni hefur konan haldið þótt þau danski leikstjórinn séu nú líka skilin. Undir hvaða nafni þekkjum við sem sagt þessa leikkonu nú um stundir?

9.  Trommuleikarar Bítlanna voru tveir. Sá fyrri var rekinn og þá tók ... hver ... við kjuðunum?

10.  En hvað hét fyrri trommuleikari þessarar frægu hljómsveitar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1942.

2. Hollandi.

3.  Ungverjalandi.

4. Sigurður Pálsson.

5.  Edda Falak.

6.  Signa.

7.  Conan Doyle.

8. Pernilla August.

9.  Ringo Starr.

10.  Peter Best.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrið á efri myndinni er sjakali, nánar tiltekið hliðarandasjakali (side-striped jackal), sá er í Afríku býr — en sjakali dugar sem rétt svar.

Á neðri myndinni er Michelle Robinson, síðar Michelle Obama.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár