Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, hafði 121,5 milljónir króna í heildarárstekjur og er skattakóngur Austurlands árið 2020. Þorsteinn greiddi tæpa 41 milljón króna í skatta á síðasta ári. Þar af voru 19,5 milljónir króna tekjuskattur og 11,4 milljónir fjármagnstekjuskattur, auk 10 milljóna króna í útsvar. Af tekjum Þorsteins voru 52 milljónir króna fjármagnstekjur.
Fram til ársins 2019 birtu skattayfirvöld lista yfir þá sem greiddu hæstu skatta í tilteknum landshlutum og sveitarfélögum, en því var hætt við síðustu birtingu tekjuskráa.
Þorsteinn var þó ekki tekjuhæstur íbúa Austurlands á síðasta ári, þrátt fyrir að hann hafi greitt manna mest í skatta. Svana Guðlaugsdóttir á Eskifirði hafði hæstar tekjur íbúa Austurlands árið 2020. Svana hafði 137 milljónir tæpar í árstekjur á síðasta ári og þar af voru 115 milljónir króna fjármagnstekjur. Á síðasta ári seldi Svana Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði til fyrirtækisins Rafeyrar á Akureyri. Eiginmaður Svönu, Andrés Elísson, stofnaði fyrirtækið árið …
Athugasemdir