Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

500. spurningaþraut: Á þessum tímamótum er spurt um spurningakeppnir

500. spurningaþraut: Á þessum tímamótum er spurt um spurningakeppnir

Þetta er 500. spurningaþrautin og því er sjálfsagt að spyrja um spurningaþrautir.

Fyrri myndaspurning:

Maðurinn hér að ofan stýrði mjög lengi vinsælum spurningaþætti á Bretlandi. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða skóli hefur oftast unnið spurningakeppni framhaldsskólanna í sjónvarpi, Gettu betur?

2.  Lengsta sigurganga þessa skóla taldi ellefu ár — frá 1993-2003. Hvaða skóli rauf þá loksins þá miklu sigurgöngu?

3.  Hver hefur oftast verið spyrjandi í Gettu betur?

4.  Hvaða sveitarfélag vann oftast í Útsvari?

5.  Sagnfræðingur einn hefur víða komið við sögu í spurningaþáttum flestum, sem keppandi, spyrjandi og spurningahöfundur, auk þess að rekja til dæmis sögu Gettu betur-þáttanna ítarlega á Facebook fyrir fáeinum misserum. Pöbbkviss ýmis hefur hann og haldið fleiri en tölu verður á komið og annast spurningakeppni fjölmiðlanna undanfarin ár. Hvað heitir hann?

6.  Síðastliðið sumar annaðist Vera Illugadóttir spurningaþætti á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Hvað hétu þeir?

7.  Hver sá um Spurningabombuna á Stöð 2 í þó nokkur ár?

8.  Veturinn 1987-1988 var geysivinsæll spurningaþáttur í Ríkissjónvarpinu þar sem farið var um landið og sveitarfélög og kaupstaðir kepptu. Andrúmsloftið í þáttunum var létt, en hver stýrði þessum þáttum, sem reyndar hétu Hvað heldurðu?

9.  Auk spurningakeppninnar sjálfrar varð annað ákveðið fyrirbæri einkenni þessara þátta. Hvað var það?

10.  Árið 1971 var mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi og þá settist í ráðherrastól karl sem hafði til skamms tíma ekki verið þekktur í pólitík. Stundum var því haldið fram í gamni og alvöru að góð frammistaða hans í spurningaþætti í útvarpinu skömmu áður hefði fleytt honum alla leið í ráðherrastólinn. Hvað hét hann?

***

Seinni myndaspurning:

Úr hvaða vinsæla spurningaþætti í sjónvarpi er skjáskotið hér að neðan? Og svo er sérstakt baðstrandarstig í boði ef þið vitið rétta svarið við spurningunni úr sjónvarpsþættinum: Hvað þýðir nafnið á túristastaðnum Algarve í Portúgal? — Sólarströnd, Stórsjór, Vestrið eða Sandströnd. (Ekki er hægt að veita lárviðarstig fyrir svo létta spurningu.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Menntaskólinn í Reykjavík.

2.  Verzlunarskóli Íslands.

3.  Logi Bergmann.

4.  Fjarðabyggð.

5.  Stefán Pálsson.

6.  Gáfnaljósið.

7.  Logi Bergmann.

8.  Ómar Ragnarsson.

9.  Þar tróðu upp hagyrðingar.

10.  Magnús Torfi Ólafsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn á efri myndinni er Magnús Magnússon.

Þátturinn sem skjáskotið á neðri myndinni er úr heitir Who Wants to be a Millionaire? — eða Viltu vinna milljón? eins og íslenska útgáfan var kölluð.

Og nafnið Algarve mun þýða Vestrið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu