Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

500. spurningaþraut: Á þessum tímamótum er spurt um spurningakeppnir

500. spurningaþraut: Á þessum tímamótum er spurt um spurningakeppnir

Þetta er 500. spurningaþrautin og því er sjálfsagt að spyrja um spurningaþrautir.

Fyrri myndaspurning:

Maðurinn hér að ofan stýrði mjög lengi vinsælum spurningaþætti á Bretlandi. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða skóli hefur oftast unnið spurningakeppni framhaldsskólanna í sjónvarpi, Gettu betur?

2.  Lengsta sigurganga þessa skóla taldi ellefu ár — frá 1993-2003. Hvaða skóli rauf þá loksins þá miklu sigurgöngu?

3.  Hver hefur oftast verið spyrjandi í Gettu betur?

4.  Hvaða sveitarfélag vann oftast í Útsvari?

5.  Sagnfræðingur einn hefur víða komið við sögu í spurningaþáttum flestum, sem keppandi, spyrjandi og spurningahöfundur, auk þess að rekja til dæmis sögu Gettu betur-þáttanna ítarlega á Facebook fyrir fáeinum misserum. Pöbbkviss ýmis hefur hann og haldið fleiri en tölu verður á komið og annast spurningakeppni fjölmiðlanna undanfarin ár. Hvað heitir hann?

6.  Síðastliðið sumar annaðist Vera Illugadóttir spurningaþætti á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Hvað hétu þeir?

7.  Hver sá um Spurningabombuna á Stöð 2 í þó nokkur ár?

8.  Veturinn 1987-1988 var geysivinsæll spurningaþáttur í Ríkissjónvarpinu þar sem farið var um landið og sveitarfélög og kaupstaðir kepptu. Andrúmsloftið í þáttunum var létt, en hver stýrði þessum þáttum, sem reyndar hétu Hvað heldurðu?

9.  Auk spurningakeppninnar sjálfrar varð annað ákveðið fyrirbæri einkenni þessara þátta. Hvað var það?

10.  Árið 1971 var mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi og þá settist í ráðherrastól karl sem hafði til skamms tíma ekki verið þekktur í pólitík. Stundum var því haldið fram í gamni og alvöru að góð frammistaða hans í spurningaþætti í útvarpinu skömmu áður hefði fleytt honum alla leið í ráðherrastólinn. Hvað hét hann?

***

Seinni myndaspurning:

Úr hvaða vinsæla spurningaþætti í sjónvarpi er skjáskotið hér að neðan? Og svo er sérstakt baðstrandarstig í boði ef þið vitið rétta svarið við spurningunni úr sjónvarpsþættinum: Hvað þýðir nafnið á túristastaðnum Algarve í Portúgal? — Sólarströnd, Stórsjór, Vestrið eða Sandströnd. (Ekki er hægt að veita lárviðarstig fyrir svo létta spurningu.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Menntaskólinn í Reykjavík.

2.  Verzlunarskóli Íslands.

3.  Logi Bergmann.

4.  Fjarðabyggð.

5.  Stefán Pálsson.

6.  Gáfnaljósið.

7.  Logi Bergmann.

8.  Ómar Ragnarsson.

9.  Þar tróðu upp hagyrðingar.

10.  Magnús Torfi Ólafsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn á efri myndinni er Magnús Magnússon.

Þátturinn sem skjáskotið á neðri myndinni er úr heitir Who Wants to be a Millionaire? — eða Viltu vinna milljón? eins og íslenska útgáfan var kölluð.

Og nafnið Algarve mun þýða Vestrið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár