Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

Fyrri aukaspurning:

Hvern má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Kína, Indland, Bandaríkin, Indónesía, Brasilía, Nígería, Bangladesj, Rússland og Mexíkó. Þetta eru tíu fjölmennustu ríki heimsins. Nema þau eru aðeins níu, því það vantar eitt. Hvaða fjölmenna ríki vantar í þessa upptalningu?

2.  Og fyrst huganum er vikið að mannfjölda: Hvað er fjölmennasta ríkið í Eyjaálfu?

3.  En það næstfjölmennasta í þeirri álfu?

4.  Hér eru nöfn á fimm Harry Potter-bókum: 1) Harry Potter og viskusteinninn, 2) Harry Potter og fanginn frá Azkaban, 3) Harry Potter og leyndarmál gula skuggans, 4) Harry Potter og eldbikarinn, 5) Harry Potter og dauðadjásnin. Ein af þessum bókum er þó tilbúningur minn. Hver þeirra er það?

5.  Hvaða Íslendingur var um tíma stjórnandi stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem nefndist UN Women í Afganistan?

6.  Hvað heitir höfuðborg Afganistans?

7.  Hvar eru Grímsstaðir?

8.  Hver gaf út á Bretlandi ritgerðina Sérherbergi árið 1929?

9.  Við hvað er kennt þríhyrningslaga hafsvæði þar sem sagt er að óvenju mörg skip og flugvélar hafi horfið?

10.  Í hvaða landi fellur Mekong-fljót til sjávar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar var sú kirkja sem sést á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pakistan (er í fimmta sæti).

2.  Ástralía.

3.  Papúa-Nýja Gínea.

4.  Harry Potter og leyndarmál gula skuggans hefur ekki enn verið skrifuð!

5.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

6.  Kabúl.

7.  Á Fjöllum.

8.  Virginia Woolf.

9.  Bermúda.

10.  Víetnam.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Björk Guðmundsdóttir.

Þessi ljósmynd prýddi albúmið á plötunni Debut á sínum tíma.

Kirkjan á neðri myndinni stóð hins vegar í Skálholti.

***

Svo er hér að neðan hlekkur á fyrri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár