Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

Fyrri aukaspurning:

Hvern má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Kína, Indland, Bandaríkin, Indónesía, Brasilía, Nígería, Bangladesj, Rússland og Mexíkó. Þetta eru tíu fjölmennustu ríki heimsins. Nema þau eru aðeins níu, því það vantar eitt. Hvaða fjölmenna ríki vantar í þessa upptalningu?

2.  Og fyrst huganum er vikið að mannfjölda: Hvað er fjölmennasta ríkið í Eyjaálfu?

3.  En það næstfjölmennasta í þeirri álfu?

4.  Hér eru nöfn á fimm Harry Potter-bókum: 1) Harry Potter og viskusteinninn, 2) Harry Potter og fanginn frá Azkaban, 3) Harry Potter og leyndarmál gula skuggans, 4) Harry Potter og eldbikarinn, 5) Harry Potter og dauðadjásnin. Ein af þessum bókum er þó tilbúningur minn. Hver þeirra er það?

5.  Hvaða Íslendingur var um tíma stjórnandi stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem nefndist UN Women í Afganistan?

6.  Hvað heitir höfuðborg Afganistans?

7.  Hvar eru Grímsstaðir?

8.  Hver gaf út á Bretlandi ritgerðina Sérherbergi árið 1929?

9.  Við hvað er kennt þríhyrningslaga hafsvæði þar sem sagt er að óvenju mörg skip og flugvélar hafi horfið?

10.  Í hvaða landi fellur Mekong-fljót til sjávar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar var sú kirkja sem sést á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pakistan (er í fimmta sæti).

2.  Ástralía.

3.  Papúa-Nýja Gínea.

4.  Harry Potter og leyndarmál gula skuggans hefur ekki enn verið skrifuð!

5.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

6.  Kabúl.

7.  Á Fjöllum.

8.  Virginia Woolf.

9.  Bermúda.

10.  Víetnam.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Björk Guðmundsdóttir.

Þessi ljósmynd prýddi albúmið á plötunni Debut á sínum tíma.

Kirkjan á neðri myndinni stóð hins vegar í Skálholti.

***

Svo er hér að neðan hlekkur á fyrri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár