499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

499. spurningaþraut: Hvaða Harry Potter-bók hefur (ekki enn) verið skrifuð?

Fyrri aukaspurning:

Hvern má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Kína, Indland, Bandaríkin, Indónesía, Brasilía, Nígería, Bangladesj, Rússland og Mexíkó. Þetta eru tíu fjölmennustu ríki heimsins. Nema þau eru aðeins níu, því það vantar eitt. Hvaða fjölmenna ríki vantar í þessa upptalningu?

2.  Og fyrst huganum er vikið að mannfjölda: Hvað er fjölmennasta ríkið í Eyjaálfu?

3.  En það næstfjölmennasta í þeirri álfu?

4.  Hér eru nöfn á fimm Harry Potter-bókum: 1) Harry Potter og viskusteinninn, 2) Harry Potter og fanginn frá Azkaban, 3) Harry Potter og leyndarmál gula skuggans, 4) Harry Potter og eldbikarinn, 5) Harry Potter og dauðadjásnin. Ein af þessum bókum er þó tilbúningur minn. Hver þeirra er það?

5.  Hvaða Íslendingur var um tíma stjórnandi stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem nefndist UN Women í Afganistan?

6.  Hvað heitir höfuðborg Afganistans?

7.  Hvar eru Grímsstaðir?

8.  Hver gaf út á Bretlandi ritgerðina Sérherbergi árið 1929?

9.  Við hvað er kennt þríhyrningslaga hafsvæði þar sem sagt er að óvenju mörg skip og flugvélar hafi horfið?

10.  Í hvaða landi fellur Mekong-fljót til sjávar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar var sú kirkja sem sést á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pakistan (er í fimmta sæti).

2.  Ástralía.

3.  Papúa-Nýja Gínea.

4.  Harry Potter og leyndarmál gula skuggans hefur ekki enn verið skrifuð!

5.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

6.  Kabúl.

7.  Á Fjöllum.

8.  Virginia Woolf.

9.  Bermúda.

10.  Víetnam.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Björk Guðmundsdóttir.

Þessi ljósmynd prýddi albúmið á plötunni Debut á sínum tíma.

Kirkjan á neðri myndinni stóð hins vegar í Skálholti.

***

Svo er hér að neðan hlekkur á fyrri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu