Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

Aukaspurning númer eitt:

Við hvað starfar konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Samos?

2.  Benedikt Bogason gegnir um þessar mundir virðulegu embætti og hefur gert frá 2020. Hvaða embætti er það — nákvæmlega?

3.  Í námunda við hvaða stóran jökul er Eiríksjökull?

4.  Hver var að sögn Eiríkur sá sem jökullinn er kenndur við?

5.  Hvers konar fyrirbæri er það sem nefnt er augnfró?

6.  Bandaríska konan Carli Lloyd tilkynnti um daginn að hún væri hér með hætt því sem hún hefur fengist við undanfarinn aldarfjórðung, en Lloyd er nú 39 ára. Það er ekki hægt að segja annað en Lloyd hafi staðið sína plikt og rúmlega það, því hún hefur unnið öll þau afrek sem hægt er að vinna á ákveðnu sviði. Hvað hefur Lloyd fengist við um ævina?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Riga?

8.  Hvaða gyðja í norrænni goðafræði geymdi gullepli?

9.  Hvað áttu þessi epli að tryggja guðunum?

10.  Hvað kallast vegalengdin 100 metrar samkvæmt metrakerfinu?

***

Síðari aukaspurning:

Útlínur hvers má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikklandi.

2.  Forseti Hæstaréttar. Hæstaréttardómari dugar ekki.

3.  Langjökul.

4.  Útilegumaður, flóttamaður.

5.  Jurt.

6.  Fótbolta.

7.  Lettland.

8.  Iðunn.

9.  Eilífa æsku.

10.  Hektómetri.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er japönsk geisha. „Vændiskona“ er ekki rétt svar, því geishur eru það ekki endilega, þótt sumar þeirra kunni að vera það jafnframt því að vera geishur.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Afganistans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár