Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

Aukaspurning númer eitt:

Við hvað starfar konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Samos?

2.  Benedikt Bogason gegnir um þessar mundir virðulegu embætti og hefur gert frá 2020. Hvaða embætti er það — nákvæmlega?

3.  Í námunda við hvaða stóran jökul er Eiríksjökull?

4.  Hver var að sögn Eiríkur sá sem jökullinn er kenndur við?

5.  Hvers konar fyrirbæri er það sem nefnt er augnfró?

6.  Bandaríska konan Carli Lloyd tilkynnti um daginn að hún væri hér með hætt því sem hún hefur fengist við undanfarinn aldarfjórðung, en Lloyd er nú 39 ára. Það er ekki hægt að segja annað en Lloyd hafi staðið sína plikt og rúmlega það, því hún hefur unnið öll þau afrek sem hægt er að vinna á ákveðnu sviði. Hvað hefur Lloyd fengist við um ævina?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Riga?

8.  Hvaða gyðja í norrænni goðafræði geymdi gullepli?

9.  Hvað áttu þessi epli að tryggja guðunum?

10.  Hvað kallast vegalengdin 100 metrar samkvæmt metrakerfinu?

***

Síðari aukaspurning:

Útlínur hvers má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikklandi.

2.  Forseti Hæstaréttar. Hæstaréttardómari dugar ekki.

3.  Langjökul.

4.  Útilegumaður, flóttamaður.

5.  Jurt.

6.  Fótbolta.

7.  Lettland.

8.  Iðunn.

9.  Eilífa æsku.

10.  Hektómetri.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er japönsk geisha. „Vændiskona“ er ekki rétt svar, því geishur eru það ekki endilega, þótt sumar þeirra kunni að vera það jafnframt því að vera geishur.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Afganistans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár