498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

498. spurningaþraut: Við hvað starfar þessi kona?

Aukaspurning númer eitt:

Við hvað starfar konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Samos?

2.  Benedikt Bogason gegnir um þessar mundir virðulegu embætti og hefur gert frá 2020. Hvaða embætti er það — nákvæmlega?

3.  Í námunda við hvaða stóran jökul er Eiríksjökull?

4.  Hver var að sögn Eiríkur sá sem jökullinn er kenndur við?

5.  Hvers konar fyrirbæri er það sem nefnt er augnfró?

6.  Bandaríska konan Carli Lloyd tilkynnti um daginn að hún væri hér með hætt því sem hún hefur fengist við undanfarinn aldarfjórðung, en Lloyd er nú 39 ára. Það er ekki hægt að segja annað en Lloyd hafi staðið sína plikt og rúmlega það, því hún hefur unnið öll þau afrek sem hægt er að vinna á ákveðnu sviði. Hvað hefur Lloyd fengist við um ævina?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Riga?

8.  Hvaða gyðja í norrænni goðafræði geymdi gullepli?

9.  Hvað áttu þessi epli að tryggja guðunum?

10.  Hvað kallast vegalengdin 100 metrar samkvæmt metrakerfinu?

***

Síðari aukaspurning:

Útlínur hvers má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikklandi.

2.  Forseti Hæstaréttar. Hæstaréttardómari dugar ekki.

3.  Langjökul.

4.  Útilegumaður, flóttamaður.

5.  Jurt.

6.  Fótbolta.

7.  Lettland.

8.  Iðunn.

9.  Eilífa æsku.

10.  Hektómetri.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er japönsk geisha. „Vændiskona“ er ekki rétt svar, því geishur eru það ekki endilega, þótt sumar þeirra kunni að vera það jafnframt því að vera geishur.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Afganistans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu