Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

497. spurningaþraut: Hvar, já hvar eru Ceres, Vesta, Pallas og Hygiea?

497. spurningaþraut: Hvar, já hvar eru Ceres, Vesta, Pallas og Hygiea?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða kvikmynd birtist þessi illskeytta kona fyrst?

***

Aðalspurningar:

1.  Með hvaða félagsliði í fótbolta spilar Belginn Kevin De Bruyne?

2.  Hver var æðsta og raunar eina ósk Akabs skipstjóra?

3.  Árið 1934 varð harður jarðskjálfti á Íslandi og olli töluverðum skemmdum sér í lagi í einum þéttbýlisstað. Hvaða staður var það?

4.  Þóra Hilmarsdóttir, Börkur Sigþórsson og Baltasar Kormákur gerðu svolítið öll þrjú á síðasta ári sem engir aðrir gerðu. Hvað var það?

5.  Rosario heitir milljónaborg í landi einu. Hvaða landi?

6.  Hversu margar mínútur eru í venjulegum handboltaleik? — fyrir utan leikhlé auðvitað.

7.  Vúdú er nafn á trúarbrögðum sem tíðkast í mörgum löndum og eiga sér að ýmsu leyti flókinn uppruna — en eru þó óneitanlega tengd alveg sérstaklega tveimur löndum á eyju einni. Nefna að minnsta kosti annað landið.

8.  Hvar eru Ceres, Vesta, Pallas og Hygiea?

9.  Hvaða stjórnmálaflokkur fékk hreinan meirihluta þingmanna í Alþingiskosningum 1931, þrátt fyrir aðeins 35 prósenta fylgi?

10.  Hvað hét dóttir Höskuldar Dala-Kollssonar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Manchester City.

2.  Drepa Moby Dick.

3.  Dalvík.

4.  Þau leikstýrðu þáttum úr seríunni Kötlu.

5.  Argentínu.

6.  Sextíu mínútur.

7.  Haíti og/eða Dómínikanska lýðveldið.

8.  Í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters.

9.  Framsóknarflokkurinn.

10.  Hallgerður.

***

Svör við aukaspurningum:

Hin efri mynd er skjáskot úr kvikmyndinni Matrix.

Hin neðri mynd sýnir þjóðfána Suður-Kóreu.

***

Og hér að neðan eru hlekkir á eldri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár