Fyrri aukaspurning:
Í hvaða kvikmynd birtist þessi illskeytta kona fyrst?
***
Aðalspurningar:
1. Með hvaða félagsliði í fótbolta spilar Belginn Kevin De Bruyne?
2. Hver var æðsta og raunar eina ósk Akabs skipstjóra?
3. Árið 1934 varð harður jarðskjálfti á Íslandi og olli töluverðum skemmdum sér í lagi í einum þéttbýlisstað. Hvaða staður var það?
4. Þóra Hilmarsdóttir, Börkur Sigþórsson og Baltasar Kormákur gerðu svolítið öll þrjú á síðasta ári sem engir aðrir gerðu. Hvað var það?
5. Rosario heitir milljónaborg í landi einu. Hvaða landi?
6. Hversu margar mínútur eru í venjulegum handboltaleik? — fyrir utan leikhlé auðvitað.
7. Vúdú er nafn á trúarbrögðum sem tíðkast í mörgum löndum og eiga sér að ýmsu leyti flókinn uppruna — en eru þó óneitanlega tengd alveg sérstaklega tveimur löndum á eyju einni. Nefna að minnsta kosti annað landið.
8. Hvar eru Ceres, Vesta, Pallas og Hygiea?
9. Hvaða stjórnmálaflokkur fékk hreinan meirihluta þingmanna í Alþingiskosningum 1931, þrátt fyrir aðeins 35 prósenta fylgi?
10. Hvað hét dóttir Höskuldar Dala-Kollssonar?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Manchester City.
2. Drepa Moby Dick.
3. Dalvík.
4. Þau leikstýrðu þáttum úr seríunni Kötlu.
5. Argentínu.
6. Sextíu mínútur.
7. Haíti og/eða Dómínikanska lýðveldið.
8. Í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters.
9. Framsóknarflokkurinn.
10. Hallgerður.
***
Svör við aukaspurningum:
Hin efri mynd er skjáskot úr kvikmyndinni Matrix.
Hin neðri mynd sýnir þjóðfána Suður-Kóreu.
***
Og hér að neðan eru hlekkir á eldri þrautir.
Athugasemdir