Fyrri aukaspurning:
Hjá hverjum vinnur persónan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Íslendingar nota ekki bókstafinn Z lengur. Á alþjóðlegum málum byrja nöfn tveggja ríkja heimsins á Z. Hvað heita þau? Og já, nefna þarf bæði.
2. Hvaða alþingismaður hélt á sínum tíma margra klukkutíma ræðu á Alþingi til að tefja fyrir því að Z-an yrði lögð niður í íslensku máli?
3. Hversu margir voru kosnir á þing fyrir VG í kosningunum 2017?
4. Hve gömul er Britney Spears? Hér má skeika einu ári.
5. Hvaða ungi tónlistarmaður kennir sig við fæðutegund?
6. Hvað hét íslenski fjallgöngumaðurinn sem fórst á fjallinu K2 í upphafi ársins?
7. Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?
8. Lala, Pó, Tinki Vinkí og ... hver?
9. Hver skrifaði leikritin Máfinn, Kirsuberjagarðinn og Þrjár systur?
10. Hver er barnamálaráðherra á Íslandi?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða miklu stórborg má sjá hér úr lofti? Norður snýr upp eins og vaninn er.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Zimbabwe og Zambia.
2. Sverrir Hermannsson.
3. Níu. Þeir eru nú sjö en það er önnur saga.
4. Hún er 39 ára svo rétt er 38-40.
5. Herra Hnetusmjör.
6. John Snorri.
7. Canberra.
8. Dipsí. Þetta eru Stubbarnir sem kunnugt er.
9. Chekhov.
10. Ásmundur Einar.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Dönu Scully, starfsmann FBI í sjónvarpsþáttunum X-Files.
Neðra skjáskotið er loftmynd af París.
Athugasemdir