Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

496. spurningaþraut: Hvaða ríki byrja á Z á öðrum málum en íslensku?

496. spurningaþraut: Hvaða ríki byrja á Z á öðrum málum en íslensku?

Fyrri aukaspurning:

Hjá hverjum vinnur persónan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslendingar nota ekki bókstafinn Z lengur. Á alþjóðlegum málum byrja nöfn tveggja ríkja heimsins á Z. Hvað heita þau? Og já, nefna þarf bæði.

2.  Hvaða alþingismaður hélt á sínum tíma margra klukkutíma ræðu á Alþingi til að tefja fyrir því að Z-an yrði lögð niður í íslensku máli?

3.  Hversu margir voru kosnir á þing fyrir VG í kosningunum 2017?

4.  Hve gömul er Britney Spears? Hér má skeika einu ári.

5.  Hvaða ungi tónlistarmaður kennir sig við fæðutegund?

6.  Hvað hét íslenski fjallgöngumaðurinn sem fórst á fjallinu K2 í upphafi ársins?

7.  Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?

8.  Lala, Pó, Tinki Vinkí og ... hver?

9.  Hver skrifaði leikritin Máfinn, Kirsuberjagarðinn og Þrjár systur?

10.  Hver er barnamálaráðherra á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða miklu stórborg má sjá hér úr lofti? Norður snýr upp eins og vaninn er.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Zimbabwe og Zambia.

2.  Sverrir Hermannsson.

3.  Níu. Þeir eru nú sjö en það er önnur saga.

4.  Hún er 39 ára svo rétt er 38-40.

5.  Herra Hnetusmjör.

6.  John Snorri.

7.  Canberra.

8.  Dipsí. Þetta eru Stubbarnir sem kunnugt er.

9.  Chekhov.

10.  Ásmundur Einar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Dönu Scully, starfsmann FBI í sjónvarpsþáttunum X-Files.

Neðra skjáskotið er loftmynd af París.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár