Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

495. spurningaþraut: Hér má sjá Andrés Önd við óvenjulega iðju

495. spurningaþraut: Hér má sjá Andrés Önd við óvenjulega iðju

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Snorri Olsen heitir karl nokkur sem gegnir háu embætti hjá ríkinu. Embættið er afar nauðsynlegt, en ekki ævinlega vinsælt því Snorri er ... hvað?

2.  Í hvaða stóra vatni á Austurlandi hefur gjarnan verið sagt búa skrímsli?

3.  En hvað heitir langstærsta stöðuvatnið í Svíþjóð?

4.  Hvaða íslensk hljómsveit hefur gefið út sérstakt lag um íslenska karlmenn?

5.  Þar er meðal annars sungið: „Ef heitt er í kolunum förum við oftast úr bolnum, / ef þannig ber undir ...“ þá hvað?

6.  Leikstjóri einn bandarískur, sem gert hefur tugi kvikmynda og naut mikilla vinsælda að minnsta kosti til skamms tíma, hann hefur á síðustu árum verið ásakaður fyrir kynferðislega áreitni í garð að minnsta kosti einnar dóttur sem hann átti með þáverandi konu sinni, sem er leikkona. Hvað heitir leikstjórinn?

7.  En hvað heitir leikkonan sem hér um ræðir?

8.  Í útjaðri Vínarskógar, um 15 kílómetrum frá miðborg Vínarborgar, stendur kastali einn sem reistur var á 12. öld. Sá kastali er í eigu fjölskyldu sem hefur alla tíð síðan verið kennd við kastalann. Meginþorri fjölskyldunnar býr þó ekki lengur í þessum kastala, heldur flutti burt, og nú heitir heilt sjálfstætt ríki eftir þessari fjölskyldu og þar með eftir þessum kastala. Hvað heitir kastalinn? 

9.  63 þingmenn sitja á Alþingi Íslendinga. Hve margir þeirra voru kosnir af listum Sjálfstæðisflokksins 2017?

10.  Hvað er elsta fótboltaliðið sem nú spilar í ensku Úrvalsdeildinni? Til að hjálpa ykkur, þá vil ég taka fram að það er ekki eitt af þeim allra, allra frægustu.

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið hér að neðan er hluti af auglýsingaplakati fyrir stutta teiknimynd um Andrés Önd frá 1942. Myndin þykir nokkuð óvenjuleg í röð mynda um Andrés Önd. Plakatið sýndi Andrés kasta tómati framan í ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ríkisskattstjóri.

2.  Leginum.

3.  Vänern.

4.  Stuðmenn.

5.  „... gröfum við okkur í fönn.“  

6.  Woody Allen.

7.  Mia Farrow.

8.  Liechtenstein.

9.  Sextán.

10.  Aston Villa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Óþarfi er að þekkja föðurnafnið.

Á neðri myndinni er Andrés að henda tómati framan í Adolf Hitler í myndinni The Fuehrer's Face.

***

Svo eru hér að neðan hlekkir á fyrri spurningaþrautir, eigi er fyrir það að synja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár