494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

Fyrri myndaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sá þrítuga írska leikkonu sem býr nú að vísu í Bandaríkjunum en hefur gert garðinn nokkuð frægan í ýmsum bandarískum og breskum sjónvarpsseríum, svo sem The Knick árið 2014. Nú síðast fór hún með hlutverk skuggalegrar konu í Netflix-seríunni Behind Her Eyes. Leikkonan heitir Eve, ég læt eftirnafn hennar liggja milli hluta í bili en hér skal spurt: Hver er hinn víðfrægi pabbi hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg í Frakklandi hafði páfastóll aðsetur í um 70 ár á fyrri öldum?

2.  Á hvaða öld skyldi það annars hafa verið — var það á 8. öld (sjöhundruð-og-eitthvað), 10. öld (níuhundruð-og-eitthvað), 12. öld (ellefuhundruð-og-eitthvað), 14. öld (þrettánhundruð-og-eitthvað) eða 16. öld (fimmtánhundruð-og-eitthvað)?

3.  Hver sagði: „Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina?“

4.  Og hvað gerðist þegar hárið var lagt á jörðina? Hér þarf að nefna þrennt!

5.  Hvaða bílategund hefur stökkvandi kattardýr að tákni?

6.  Kona ein hefur millinafnið Louise  og eftirnafnið Cicconi. Hvað er skírnarnafn hennar?

7.  Fjórar konur — Juanita Broaddrick, Leslie Millwee, Paula Jones og Kathleen Willey — ásökuðu fyrir 20-30 árum frægan karlmann um kynferðislega áreitni af ýmsu tagi, allt frá káfi til nauðgunar. Þá voru þeir tímar að ekki var talin ástæða til að hlusta um of á konurnar. Hver var karlinn?

8.  Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga í júlí í fyrra, 2020, ásamt ásamt hressilegri indie-hljómsveit sinni frá Brighton sem heitir ... ja, hvað heitir hljómsveitin?

9.  Hver var annars fyrsta íslenska tónlistarkonan til að komast á þennan fyrrnefnda lista?

10.  Árið 1983 náði íslensk hljómsveit frábærum árangri á breska tónlistarmarkaðnum með lagið Garden Party. Hver er hljómsveitin?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir fjallið fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Avignon.

2.  Á 14. öld.

3.  Búkolla.

4.  Fyrst spratt fram fljót, síðan eldur og loks fjall. Ekki er nauðsynlegt að nefna þetta í réttri röð.

5.  Jaguar.

6.  Madonna.

7.  Bill Clinton.

8.  Dream Wife.

9.  Björk Guðmundsdóttir.

10.  Mezzoforte.

***

Svör við myndaspurningum:

Pabbi hennar Eve Hewson heitir Paul Hewson en er kunnastur undir gælunafninu Bono, hann er söngvari U2.

Fjallið á neðri myndinni heitir Baula.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu