Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

Fyrri myndaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sá þrítuga írska leikkonu sem býr nú að vísu í Bandaríkjunum en hefur gert garðinn nokkuð frægan í ýmsum bandarískum og breskum sjónvarpsseríum, svo sem The Knick árið 2014. Nú síðast fór hún með hlutverk skuggalegrar konu í Netflix-seríunni Behind Her Eyes. Leikkonan heitir Eve, ég læt eftirnafn hennar liggja milli hluta í bili en hér skal spurt: Hver er hinn víðfrægi pabbi hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg í Frakklandi hafði páfastóll aðsetur í um 70 ár á fyrri öldum?

2.  Á hvaða öld skyldi það annars hafa verið — var það á 8. öld (sjöhundruð-og-eitthvað), 10. öld (níuhundruð-og-eitthvað), 12. öld (ellefuhundruð-og-eitthvað), 14. öld (þrettánhundruð-og-eitthvað) eða 16. öld (fimmtánhundruð-og-eitthvað)?

3.  Hver sagði: „Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina?“

4.  Og hvað gerðist þegar hárið var lagt á jörðina? Hér þarf að nefna þrennt!

5.  Hvaða bílategund hefur stökkvandi kattardýr að tákni?

6.  Kona ein hefur millinafnið Louise  og eftirnafnið Cicconi. Hvað er skírnarnafn hennar?

7.  Fjórar konur — Juanita Broaddrick, Leslie Millwee, Paula Jones og Kathleen Willey — ásökuðu fyrir 20-30 árum frægan karlmann um kynferðislega áreitni af ýmsu tagi, allt frá káfi til nauðgunar. Þá voru þeir tímar að ekki var talin ástæða til að hlusta um of á konurnar. Hver var karlinn?

8.  Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga í júlí í fyrra, 2020, ásamt ásamt hressilegri indie-hljómsveit sinni frá Brighton sem heitir ... ja, hvað heitir hljómsveitin?

9.  Hver var annars fyrsta íslenska tónlistarkonan til að komast á þennan fyrrnefnda lista?

10.  Árið 1983 náði íslensk hljómsveit frábærum árangri á breska tónlistarmarkaðnum með lagið Garden Party. Hver er hljómsveitin?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir fjallið fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Avignon.

2.  Á 14. öld.

3.  Búkolla.

4.  Fyrst spratt fram fljót, síðan eldur og loks fjall. Ekki er nauðsynlegt að nefna þetta í réttri röð.

5.  Jaguar.

6.  Madonna.

7.  Bill Clinton.

8.  Dream Wife.

9.  Björk Guðmundsdóttir.

10.  Mezzoforte.

***

Svör við myndaspurningum:

Pabbi hennar Eve Hewson heitir Paul Hewson en er kunnastur undir gælunafninu Bono, hann er söngvari U2.

Fjallið á neðri myndinni heitir Baula.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár