Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

Fyrri myndaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sá þrítuga írska leikkonu sem býr nú að vísu í Bandaríkjunum en hefur gert garðinn nokkuð frægan í ýmsum bandarískum og breskum sjónvarpsseríum, svo sem The Knick árið 2014. Nú síðast fór hún með hlutverk skuggalegrar konu í Netflix-seríunni Behind Her Eyes. Leikkonan heitir Eve, ég læt eftirnafn hennar liggja milli hluta í bili en hér skal spurt: Hver er hinn víðfrægi pabbi hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg í Frakklandi hafði páfastóll aðsetur í um 70 ár á fyrri öldum?

2.  Á hvaða öld skyldi það annars hafa verið — var það á 8. öld (sjöhundruð-og-eitthvað), 10. öld (níuhundruð-og-eitthvað), 12. öld (ellefuhundruð-og-eitthvað), 14. öld (þrettánhundruð-og-eitthvað) eða 16. öld (fimmtánhundruð-og-eitthvað)?

3.  Hver sagði: „Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina?“

4.  Og hvað gerðist þegar hárið var lagt á jörðina? Hér þarf að nefna þrennt!

5.  Hvaða bílategund hefur stökkvandi kattardýr að tákni?

6.  Kona ein hefur millinafnið Louise  og eftirnafnið Cicconi. Hvað er skírnarnafn hennar?

7.  Fjórar konur — Juanita Broaddrick, Leslie Millwee, Paula Jones og Kathleen Willey — ásökuðu fyrir 20-30 árum frægan karlmann um kynferðislega áreitni af ýmsu tagi, allt frá káfi til nauðgunar. Þá voru þeir tímar að ekki var talin ástæða til að hlusta um of á konurnar. Hver var karlinn?

8.  Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga í júlí í fyrra, 2020, ásamt ásamt hressilegri indie-hljómsveit sinni frá Brighton sem heitir ... ja, hvað heitir hljómsveitin?

9.  Hver var annars fyrsta íslenska tónlistarkonan til að komast á þennan fyrrnefnda lista?

10.  Árið 1983 náði íslensk hljómsveit frábærum árangri á breska tónlistarmarkaðnum með lagið Garden Party. Hver er hljómsveitin?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir fjallið fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Avignon.

2.  Á 14. öld.

3.  Búkolla.

4.  Fyrst spratt fram fljót, síðan eldur og loks fjall. Ekki er nauðsynlegt að nefna þetta í réttri röð.

5.  Jaguar.

6.  Madonna.

7.  Bill Clinton.

8.  Dream Wife.

9.  Björk Guðmundsdóttir.

10.  Mezzoforte.

***

Svör við myndaspurningum:

Pabbi hennar Eve Hewson heitir Paul Hewson en er kunnastur undir gælunafninu Bono, hann er söngvari U2.

Fjallið á neðri myndinni heitir Baula.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár