Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

494. spurningaþraut: Búkolla, Ciccone, Garden Party

Fyrri myndaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sá þrítuga írska leikkonu sem býr nú að vísu í Bandaríkjunum en hefur gert garðinn nokkuð frægan í ýmsum bandarískum og breskum sjónvarpsseríum, svo sem The Knick árið 2014. Nú síðast fór hún með hlutverk skuggalegrar konu í Netflix-seríunni Behind Her Eyes. Leikkonan heitir Eve, ég læt eftirnafn hennar liggja milli hluta í bili en hér skal spurt: Hver er hinn víðfrægi pabbi hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg í Frakklandi hafði páfastóll aðsetur í um 70 ár á fyrri öldum?

2.  Á hvaða öld skyldi það annars hafa verið — var það á 8. öld (sjöhundruð-og-eitthvað), 10. öld (níuhundruð-og-eitthvað), 12. öld (ellefuhundruð-og-eitthvað), 14. öld (þrettánhundruð-og-eitthvað) eða 16. öld (fimmtánhundruð-og-eitthvað)?

3.  Hver sagði: „Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina?“

4.  Og hvað gerðist þegar hárið var lagt á jörðina? Hér þarf að nefna þrennt!

5.  Hvaða bílategund hefur stökkvandi kattardýr að tákni?

6.  Kona ein hefur millinafnið Louise  og eftirnafnið Cicconi. Hvað er skírnarnafn hennar?

7.  Fjórar konur — Juanita Broaddrick, Leslie Millwee, Paula Jones og Kathleen Willey — ásökuðu fyrir 20-30 árum frægan karlmann um kynferðislega áreitni af ýmsu tagi, allt frá káfi til nauðgunar. Þá voru þeir tímar að ekki var talin ástæða til að hlusta um of á konurnar. Hver var karlinn?

8.  Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga í júlí í fyrra, 2020, ásamt ásamt hressilegri indie-hljómsveit sinni frá Brighton sem heitir ... ja, hvað heitir hljómsveitin?

9.  Hver var annars fyrsta íslenska tónlistarkonan til að komast á þennan fyrrnefnda lista?

10.  Árið 1983 náði íslensk hljómsveit frábærum árangri á breska tónlistarmarkaðnum með lagið Garden Party. Hver er hljómsveitin?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað heitir fjallið fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Avignon.

2.  Á 14. öld.

3.  Búkolla.

4.  Fyrst spratt fram fljót, síðan eldur og loks fjall. Ekki er nauðsynlegt að nefna þetta í réttri röð.

5.  Jaguar.

6.  Madonna.

7.  Bill Clinton.

8.  Dream Wife.

9.  Björk Guðmundsdóttir.

10.  Mezzoforte.

***

Svör við myndaspurningum:

Pabbi hennar Eve Hewson heitir Paul Hewson en er kunnastur undir gælunafninu Bono, hann er söngvari U2.

Fjallið á neðri myndinni heitir Baula.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu