Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

493. spurningaþraut: Hvar eru Veiðivötn? Hvað eru útmánuðir?

493. spurningaþraut: Hvar eru Veiðivötn? Hvað eru útmánuðir?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi varð Winston Churchill forsætisráðherra árið 1940?

2.  Hvaða ár lét hann svo af embætti í það sinn?

3.  Hver varð þá eftirmaður hans?

4.  Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. Hvaða sæti vermir hún?

5.  Guðbjörg Matthíasdóttir heitir kona ein. Hvað fæst hún við í lífinu?

6.  Hvar á Íslandi eru Veiðivötn?

7.  Hvað þýðir orðið „útmánuðir“?

8.  Hversu margir eru Rússar — að Krímverjum meðtöldum? Hér má muna sex milljónum til eða frá.

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Bhutan?

10.  Karl einn fæddist í Tolcsva í Ungverjalandi 1879. Hann hét Vilmos Fuchs. Hann fluttist úr landi og settist að í Bandaríkjunum þar sem hann stofnaði fyrirtæki. Fyrirtækjareksturinn gekk upp og ofan og árið 1930 missti hann yfirráðin yfir fyrirtæki sínu og var beiskur vegna þess til æviloka 1953. Fyrirtækið hélt hins vegar áfram rekstri, undir sama eða mjög svipuðu nafni og áður, og þótt það gengi gegnum ýmsar hremmingar tók það að vaxa og dafna mjög rétt fyrir aldamótin 2000 þegar ástralskur auðjöfur keypti það. Ein grein fyrirtækisins er nú sú vinsælasta á ákveðnu sviði vestanhafs, en líka verulega umdeild. Hvaða heitir sú grein fyrirtækisins?

*** 

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretlandi.

2.  1945.

3.  Attlee.

4.  Fjórða.

5.  Útgerð. Líka má svara kaupsýslu.

6.  Vestur af Vatnajökli. Eða á Landmannaafrétti.

7.  Síðustu mánuðir vetrar.

8.  146 milljónir. Rétt er því allt frá 140 til 152.

9.  Asíu.

10.  Fox News.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrið er greifingi.

Bíómyndin er Misery.

***

Og hér fyrir neðan eru hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu