493. spurningaþraut: Hvar eru Veiðivötn? Hvað eru útmánuðir?

493. spurningaþraut: Hvar eru Veiðivötn? Hvað eru útmánuðir?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi varð Winston Churchill forsætisráðherra árið 1940?

2.  Hvaða ár lét hann svo af embætti í það sinn?

3.  Hver varð þá eftirmaður hans?

4.  Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. Hvaða sæti vermir hún?

5.  Guðbjörg Matthíasdóttir heitir kona ein. Hvað fæst hún við í lífinu?

6.  Hvar á Íslandi eru Veiðivötn?

7.  Hvað þýðir orðið „útmánuðir“?

8.  Hversu margir eru Rússar — að Krímverjum meðtöldum? Hér má muna sex milljónum til eða frá.

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Bhutan?

10.  Karl einn fæddist í Tolcsva í Ungverjalandi 1879. Hann hét Vilmos Fuchs. Hann fluttist úr landi og settist að í Bandaríkjunum þar sem hann stofnaði fyrirtæki. Fyrirtækjareksturinn gekk upp og ofan og árið 1930 missti hann yfirráðin yfir fyrirtæki sínu og var beiskur vegna þess til æviloka 1953. Fyrirtækið hélt hins vegar áfram rekstri, undir sama eða mjög svipuðu nafni og áður, og þótt það gengi gegnum ýmsar hremmingar tók það að vaxa og dafna mjög rétt fyrir aldamótin 2000 þegar ástralskur auðjöfur keypti það. Ein grein fyrirtækisins er nú sú vinsælasta á ákveðnu sviði vestanhafs, en líka verulega umdeild. Hvaða heitir sú grein fyrirtækisins?

*** 

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretlandi.

2.  1945.

3.  Attlee.

4.  Fjórða.

5.  Útgerð. Líka má svara kaupsýslu.

6.  Vestur af Vatnajökli. Eða á Landmannaafrétti.

7.  Síðustu mánuðir vetrar.

8.  146 milljónir. Rétt er því allt frá 140 til 152.

9.  Asíu.

10.  Fox News.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrið er greifingi.

Bíómyndin er Misery.

***

Og hér fyrir neðan eru hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu