Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf

Pistla­höf­und­ur í Sví­þjóð seg­ir að ár­ið 2016 og 18 hafi Sví­ar hafi lán­að Ís­lend­ing­um lands­liðs­þjálf­ara og nú vilji þeir sótt­varna­lækni í stað­inn.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf
Lagerbäck og Þórólfur Pistlahöfundur vill býtta milli vinaþjóða. Myndin er samsett.

Jonas Vogel, pistlahöfundur fyrir sænska dagblaðið Gautaborgarpóstinn, birti í morgun pistil þar sem hann hrósar Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, hástert fyrir árangur hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. 

Þá bendir hann á að árin 2016 og 2018 hafi Ísland náð stórkostlegum árangri í fótbolta með aðstoð Svía, nánar tiltekið Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, og að „nú er komið að okkur að biðja Ísland um hjálp“ með því að lána Þórólf í staðinn. „Að skipta á fótboltaþjálfara fyrir sóttvarnalækni væri dæmi um gott Norðurlandasamstarf“

Í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni

Ennfremur segir Jonas að Svíþjóð sé í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni með hartnær fimmtán þúsund dauðsföll þar í landi sökum faraldursins.

„Það sem Svíðþjóð þarf á að halda er sóttvarnalæknir eins og hinn íslenski Þórólf Guðnason.“ 

Jonas hrósar Þórólfi fyrir að hafa leitt þá vinnu sem hefur að hans mati skilað sér í því að halda smitum í lágmarki með „vönduðum jöfnum aðgerðum“. Nú þegar smittölur fara hækkandi á Íslandi segir hann landann vera að undirbúa nýjar ráðstafanir. „Með þessum hætti hefur verið komið í veg fyrir mikla þjáningu og mörgum lífum hefur verið bjargað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár