Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf

Pistla­höf­und­ur í Sví­þjóð seg­ir að ár­ið 2016 og 18 hafi Sví­ar hafi lán­að Ís­lend­ing­um lands­liðs­þjálf­ara og nú vilji þeir sótt­varna­lækni í stað­inn.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf
Lagerbäck og Þórólfur Pistlahöfundur vill býtta milli vinaþjóða. Myndin er samsett.

Jonas Vogel, pistlahöfundur fyrir sænska dagblaðið Gautaborgarpóstinn, birti í morgun pistil þar sem hann hrósar Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, hástert fyrir árangur hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. 

Þá bendir hann á að árin 2016 og 2018 hafi Ísland náð stórkostlegum árangri í fótbolta með aðstoð Svía, nánar tiltekið Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, og að „nú er komið að okkur að biðja Ísland um hjálp“ með því að lána Þórólf í staðinn. „Að skipta á fótboltaþjálfara fyrir sóttvarnalækni væri dæmi um gott Norðurlandasamstarf“

Í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni

Ennfremur segir Jonas að Svíþjóð sé í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni með hartnær fimmtán þúsund dauðsföll þar í landi sökum faraldursins.

„Það sem Svíðþjóð þarf á að halda er sóttvarnalæknir eins og hinn íslenski Þórólf Guðnason.“ 

Jonas hrósar Þórólfi fyrir að hafa leitt þá vinnu sem hefur að hans mati skilað sér í því að halda smitum í lágmarki með „vönduðum jöfnum aðgerðum“. Nú þegar smittölur fara hækkandi á Íslandi segir hann landann vera að undirbúa nýjar ráðstafanir. „Með þessum hætti hefur verið komið í veg fyrir mikla þjáningu og mörgum lífum hefur verið bjargað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár