Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf

Pistla­höf­und­ur í Sví­þjóð seg­ir að ár­ið 2016 og 18 hafi Sví­ar hafi lán­að Ís­lend­ing­um lands­liðs­þjálf­ara og nú vilji þeir sótt­varna­lækni í stað­inn.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf
Lagerbäck og Þórólfur Pistlahöfundur vill býtta milli vinaþjóða. Myndin er samsett.

Jonas Vogel, pistlahöfundur fyrir sænska dagblaðið Gautaborgarpóstinn, birti í morgun pistil þar sem hann hrósar Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, hástert fyrir árangur hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. 

Þá bendir hann á að árin 2016 og 2018 hafi Ísland náð stórkostlegum árangri í fótbolta með aðstoð Svía, nánar tiltekið Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, og að „nú er komið að okkur að biðja Ísland um hjálp“ með því að lána Þórólf í staðinn. „Að skipta á fótboltaþjálfara fyrir sóttvarnalækni væri dæmi um gott Norðurlandasamstarf“

Í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni

Ennfremur segir Jonas að Svíþjóð sé í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni með hartnær fimmtán þúsund dauðsföll þar í landi sökum faraldursins.

„Það sem Svíðþjóð þarf á að halda er sóttvarnalæknir eins og hinn íslenski Þórólf Guðnason.“ 

Jonas hrósar Þórólfi fyrir að hafa leitt þá vinnu sem hefur að hans mati skilað sér í því að halda smitum í lágmarki með „vönduðum jöfnum aðgerðum“. Nú þegar smittölur fara hækkandi á Íslandi segir hann landann vera að undirbúa nýjar ráðstafanir. „Með þessum hætti hefur verið komið í veg fyrir mikla þjáningu og mörgum lífum hefur verið bjargað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár