Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá

Eng­in af þeim breyt­ing­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir vildi gera á stjórn­ar­skránni náði í gegn, en verk­efn­ið á að halda áfram næsta kjör­tíma­bil. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks stöðv­uðu að frum­varp henn­ar færi úr nefnd. Næsta tæki­færi til að sam­þykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar á Al­þingi verð­ur að lík­ind­um ár­ið 2025.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Forystufólk ríkisstjórnarinnar og Alþingis Þrátt fyrir fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fjölda funda formanna flokkanna tókst ekki að gera breytingar á stjórnarskrá. Mynd: Davíð Þór

Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar átti að taka tvö kjörtímabil samkvæmt því verklagi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, lagði upp með þegar hún tók við eftir síðustu kosningar. Einu kjörtímabili er nú að ljúka og ljóst er að engin af þeim breytingum sem til stóð að gera verður samþykkt áður en gengið verður til atkvæða í haust.

Fyrir kosningar 2017 höfðu Vinstri græn þá stefnu að samþykkja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs og vinnunni sem hófst með þjóðfundi eftir bankahrun. Þegar VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki breyttust áherslurnar hins vegar. Ekki var minnst á tillögur stjórnlagaráðs í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þess í stað lagt upp með þverpólitískt samstarf formanna flokkanna á Alþingi. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Unnur Brá Konráðsdóttir, var ráðin til að vera verkefnisstjóri.

Í lok ferlisins, sem tók á þriðja ár, fór aðeins eitt frumvarp til umræðu á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár