Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá

Eng­in af þeim breyt­ing­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir vildi gera á stjórn­ar­skránni náði í gegn, en verk­efn­ið á að halda áfram næsta kjör­tíma­bil. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks stöðv­uðu að frum­varp henn­ar færi úr nefnd. Næsta tæki­færi til að sam­þykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar á Al­þingi verð­ur að lík­ind­um ár­ið 2025.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Forystufólk ríkisstjórnarinnar og Alþingis Þrátt fyrir fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fjölda funda formanna flokkanna tókst ekki að gera breytingar á stjórnarskrá. Mynd: Davíð Þór

Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar átti að taka tvö kjörtímabil samkvæmt því verklagi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, lagði upp með þegar hún tók við eftir síðustu kosningar. Einu kjörtímabili er nú að ljúka og ljóst er að engin af þeim breytingum sem til stóð að gera verður samþykkt áður en gengið verður til atkvæða í haust.

Fyrir kosningar 2017 höfðu Vinstri græn þá stefnu að samþykkja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs og vinnunni sem hófst með þjóðfundi eftir bankahrun. Þegar VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki breyttust áherslurnar hins vegar. Ekki var minnst á tillögur stjórnlagaráðs í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þess í stað lagt upp með þverpólitískt samstarf formanna flokkanna á Alþingi. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Unnur Brá Konráðsdóttir, var ráðin til að vera verkefnisstjóri.

Í lok ferlisins, sem tók á þriðja ár, fór aðeins eitt frumvarp til umræðu á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár