Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá

Eng­in af þeim breyt­ing­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir vildi gera á stjórn­ar­skránni náði í gegn, en verk­efn­ið á að halda áfram næsta kjör­tíma­bil. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks stöðv­uðu að frum­varp henn­ar færi úr nefnd. Næsta tæki­færi til að sam­þykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar á Al­þingi verð­ur að lík­ind­um ár­ið 2025.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Forystufólk ríkisstjórnarinnar og Alþingis Þrátt fyrir fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fjölda funda formanna flokkanna tókst ekki að gera breytingar á stjórnarskrá. Mynd: Davíð Þór

Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar átti að taka tvö kjörtímabil samkvæmt því verklagi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, lagði upp með þegar hún tók við eftir síðustu kosningar. Einu kjörtímabili er nú að ljúka og ljóst er að engin af þeim breytingum sem til stóð að gera verður samþykkt áður en gengið verður til atkvæða í haust.

Fyrir kosningar 2017 höfðu Vinstri græn þá stefnu að samþykkja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs og vinnunni sem hófst með þjóðfundi eftir bankahrun. Þegar VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki breyttust áherslurnar hins vegar. Ekki var minnst á tillögur stjórnlagaráðs í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þess í stað lagt upp með þverpólitískt samstarf formanna flokkanna á Alþingi. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Unnur Brá Konráðsdóttir, var ráðin til að vera verkefnisstjóri.

Í lok ferlisins, sem tók á þriðja ár, fór aðeins eitt frumvarp til umræðu á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár