Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá

Eng­in af þeim breyt­ing­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir vildi gera á stjórn­ar­skránni náði í gegn, en verk­efn­ið á að halda áfram næsta kjör­tíma­bil. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks stöðv­uðu að frum­varp henn­ar færi úr nefnd. Næsta tæki­færi til að sam­þykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar á Al­þingi verð­ur að lík­ind­um ár­ið 2025.

Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Forystufólk ríkisstjórnarinnar og Alþingis Þrátt fyrir fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fjölda funda formanna flokkanna tókst ekki að gera breytingar á stjórnarskrá. Mynd: Davíð Þór

Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar átti að taka tvö kjörtímabil samkvæmt því verklagi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, lagði upp með þegar hún tók við eftir síðustu kosningar. Einu kjörtímabili er nú að ljúka og ljóst er að engin af þeim breytingum sem til stóð að gera verður samþykkt áður en gengið verður til atkvæða í haust.

Fyrir kosningar 2017 höfðu Vinstri græn þá stefnu að samþykkja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs og vinnunni sem hófst með þjóðfundi eftir bankahrun. Þegar VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki breyttust áherslurnar hins vegar. Ekki var minnst á tillögur stjórnlagaráðs í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þess í stað lagt upp með þverpólitískt samstarf formanna flokkanna á Alþingi. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Unnur Brá Konráðsdóttir, var ráðin til að vera verkefnisstjóri.

Í lok ferlisins, sem tók á þriðja ár, fór aðeins eitt frumvarp til umræðu á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár