Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar átti að taka tvö kjörtímabil samkvæmt því verklagi sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, lagði upp með þegar hún tók við eftir síðustu kosningar. Einu kjörtímabili er nú að ljúka og ljóst er að engin af þeim breytingum sem til stóð að gera verður samþykkt áður en gengið verður til atkvæða í haust.
Fyrir kosningar 2017 höfðu Vinstri græn þá stefnu að samþykkja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs og vinnunni sem hófst með þjóðfundi eftir bankahrun. Þegar VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki breyttust áherslurnar hins vegar. Ekki var minnst á tillögur stjórnlagaráðs í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þess í stað lagt upp með þverpólitískt samstarf formanna flokkanna á Alþingi. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Unnur Brá Konráðsdóttir, var ráðin til að vera verkefnisstjóri.
Í lok ferlisins, sem tók á þriðja ár, fór aðeins eitt frumvarp til umræðu á …
Athugasemdir