Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýja stjórnarskráin: Hverju var breytt?

Tíu pró­sent kjós­enda krefjast lög­fest­ing­ar „nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar“ með und­ir­skrift­um. Aðr­ir segja óþarft að breyta miklu. Eng­ar var­an­leg­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á stjórn­ar­skránni frá hruni. Stund­in birt­ir frum­varp stjórn­laga­ráðs í heild sinni með skýr­ing­um á því hverju var breytt, hvers vegna og hvaða at­riði voru lát­in óhreyfð.

Rúmlega 26 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að „nýja stjórnarskráin“ svokallaða, frumvarp stjórnlagaráðs sem þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um árið 2012, verði lögfest. Ef nýja stjórnarskráin væri nú þegar í gildi væri fjöldi undirskrifta nægur, það er tíu prósent kjósenda, til að knýja fram afgreiðslu Alþingis á málinu.

Beint lýðræði með þessum hætti er ein af þeim mörgu breytingum sem felast í frumvarpi stjórnlagaráðs. Í frumvarpinu er kveðið á um auðlindir í þjóðareign sem einungis megi ráðstafa með fullu gjaldi. Þá er kosningakerfinu breytt til þess að heimila persónukjör og eftirlitshlutverk Alþingis eflt. Beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum er gert hærra undir höfði og í mannréttindakafla er bætt við ákvæðum um náttúru Íslands, menningarverðmæti, dýravernd og bann við herskyldu meðal annars. En á móti eru mörg ákvæði óbreytt frá núgildandi stjórnarskrá, einungis hróflað við orðalagi eða þeim endurraðað.

Atburðarásin í kjölfar hruns 2008 sem leiddi til endurskoðunar stjórnarskrárinnar vakti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu