Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt

Rík­is­stjórn­in stóð ekki við fyr­ir­heit í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar á kjör­tíma­bil­inu. Vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar verð­ur held­ur ekki breytt, en verð­bólga hef­ur ekki ver­ið meiri í átta ár.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Formenn stjórnarflokkanna Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu, var kveðið á um skref til afnáms verðtryggingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útséð er orðið um að breytingar verði á verðtryggingu fasteignalána á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Frumvarp sem takmarka átti notkun verðtryggingar var sent aftur til ríkisstjórnar á síðustu dögum Alþingis og verður því ekki aftur til meðferðar fyrir þingkosningar í haust.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir áliti þess efnis frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar laugardaginn 12. júní. „Í ljósi þeirra umsagna sem bárust um málið leggur meirihlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem það sæti skoðun í ljósi framkominna athugasemda,“ segir í álitinu.

Skref til afnáms verðtryggingar er þannig eitt þeirra stefnumála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ekki verður að veruleika á kjörtímabilinu. Ákall hefur verið um afnám verðtryggingar frá bankahruni þegar verðtryggð húsnæðislán hækkuðu verulega vegna mikillar verðbólgu. Síðan þá hafa óverðtryggð lán orðið vinsælli og eru nú meira en helmingur þeirra lána sem bankar og lífeyrissjóðir veita til heimila. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár