Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt

Rík­is­stjórn­in stóð ekki við fyr­ir­heit í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar á kjör­tíma­bil­inu. Vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar verð­ur held­ur ekki breytt, en verð­bólga hef­ur ekki ver­ið meiri í átta ár.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Formenn stjórnarflokkanna Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu, var kveðið á um skref til afnáms verðtryggingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útséð er orðið um að breytingar verði á verðtryggingu fasteignalána á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Frumvarp sem takmarka átti notkun verðtryggingar var sent aftur til ríkisstjórnar á síðustu dögum Alþingis og verður því ekki aftur til meðferðar fyrir þingkosningar í haust.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir áliti þess efnis frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar laugardaginn 12. júní. „Í ljósi þeirra umsagna sem bárust um málið leggur meirihlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem það sæti skoðun í ljósi framkominna athugasemda,“ segir í álitinu.

Skref til afnáms verðtryggingar er þannig eitt þeirra stefnumála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ekki verður að veruleika á kjörtímabilinu. Ákall hefur verið um afnám verðtryggingar frá bankahruni þegar verðtryggð húsnæðislán hækkuðu verulega vegna mikillar verðbólgu. Síðan þá hafa óverðtryggð lán orðið vinsælli og eru nú meira en helmingur þeirra lána sem bankar og lífeyrissjóðir veita til heimila. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár