Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt

Rík­is­stjórn­in stóð ekki við fyr­ir­heit í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar á kjör­tíma­bil­inu. Vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar verð­ur held­ur ekki breytt, en verð­bólga hef­ur ekki ver­ið meiri í átta ár.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Formenn stjórnarflokkanna Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu, var kveðið á um skref til afnáms verðtryggingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útséð er orðið um að breytingar verði á verðtryggingu fasteignalána á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Frumvarp sem takmarka átti notkun verðtryggingar var sent aftur til ríkisstjórnar á síðustu dögum Alþingis og verður því ekki aftur til meðferðar fyrir þingkosningar í haust.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir áliti þess efnis frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar laugardaginn 12. júní. „Í ljósi þeirra umsagna sem bárust um málið leggur meirihlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem það sæti skoðun í ljósi framkominna athugasemda,“ segir í álitinu.

Skref til afnáms verðtryggingar er þannig eitt þeirra stefnumála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ekki verður að veruleika á kjörtímabilinu. Ákall hefur verið um afnám verðtryggingar frá bankahruni þegar verðtryggð húsnæðislán hækkuðu verulega vegna mikillar verðbólgu. Síðan þá hafa óverðtryggð lán orðið vinsælli og eru nú meira en helmingur þeirra lána sem bankar og lífeyrissjóðir veita til heimila. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár