Laxeldisfyrirtækið Laxar ehf. hefur þrjár vikur til að biðja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um bráðabirgðaleyfi til að stunda laxeldi í Reyðarfirði eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfi félagsins úr gildi í síðustu viku. Beiðnin um bráðabirgðaleyfið hefur ekki enn verið send til ráðuneytisins samkvæmt svari frá því. „Ráðuneytinu hefur ekki borist beiðni um útgáfu bráðabirgðaleyfis, en samkvæmt 21. gr. c. laga um fiskeldi nr. 71/2008 hafa fyrirtæki þrjár vikur til að óska eftir slíku leyfi,“ segir í svari frá ráðuneytinu.
Laxar er eitt af fjórum sjókvíaeldislaxeldisfyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækið er meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Måsoval, sem á tæp 60 prósent í því, en af öðrum stórum hluthöfum má nefna útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði. Þetta norska laxeldisfyrirtæki er einnig meirihlutaeigandi Fiskeldis Austfjarða, hins sjókvíaeldisfyrirtækisins á Austfjörðum.
Söguleg niðurfelling á starfsleyfi
Einungis er um að ræða annað skiptið í sögunni sem nefndin fellir niður starfsleyfi hjá laxeldisfyrirtæki en í síðasta …
Athugasemdir