Bónusgreiðsla bankastjóra DNB-bankans upp á tæplega 50 milljónir króna, 3.2 milljónir norskra króna, hefur verið gagnrýnd í Noregi út af sex milljarða króna sektargreiðslu bankans vegna brota á lögum um varnir gegn peningaþvætti. Greint er frá gagnrýninni á bónusgreiðslur bankastjórans, Kjerstin Braathen, í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv í dag.
Rannsókn norska
fjármálaeftirlitsins á peningaþvættivörnum DNB-bankans hófst eftir að greint var frá Namibíumáli útgerðarfélagsins Samherja í nóvember árið 2019 en norski DNB-bankinn var viðskiptabanki Samherja og fóru greiðslur vegna viðskipta Samherja í Namibíu, meðal annars mútugreiðslur, um bankareikninga Samherja í DNB.
Bónus Braathen er 40 prósent sf heildarlaunum hennar í fyrra en getur mest orðið 50 prósent. Bónusgreiðslan er því hlutfallslega há þrátt fyrir Samherjamálið og sektargreiðsluna.
Eins og segir um samhengi bónusgreiðslunnar í Dagens Næringsliv. ,,Fjàrmálaeftirlitið rannsakaði bæði vinnu DNB við eftirlit með vörnum gegn peningaþvætti almennt …
Athugasemdir