Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Samherjamálið í DNB orðið að pólitísku hitamáli í Noregi

Við­skipta­ráð­herra Nor­egs ætl­ar að funda með DNB-bank­an­um út af Sam­herja­mál­inu. Sex millj­arða sekt DNB og svört skýrsla um mál­ið voru kynnt í dag. Fjöl­miðl­ar í Nor­egi kalla eft­ir að ein­hver inn­an DNB sýni ábyrgð í mál­inu.

Samherjamálið í DNB orðið að pólitísku hitamáli í Noregi
Kallað eftir ábyrgð Stjórnvöld í Noregi ætla að funda með DNB-bankanum eftir sex milljarða sektargreiðslu bankans og svart skýrslu um Samherjamálið. Kjerstin Braathen er forstjóri DNB og nýtur hún traust stjórnar bankans.

Rúmlega sex milljarða króna sektargreiðsla norska ríkisbankans DNB vegna brota á lögum um varnir gegn peningaþvætti í viðskiptasambandi hans við Samherja er orðin að pólitísku hitamáli í Noregi. Greint var frá sektargreiðslunni í morgun. Það er norska fjármálaeftirlitið sem leggur sektina á DNB-bankann en hann er að hluta til í eigu norska ríkisins. 

Samhliða var birt skýrsla um viðskiptasamband DNB við Samherja þar sem fjármálaeftirlitð fettir fingur út í fjölmörg atriði í viðskiptum Samherja og bankans, meðal annars það hvernig félagið Cape Cod í skattaskjólinu Marshall-eyjum gat verið viðskiptavinur bankans í áraraðir án þess að bankinn hefði staðfestar upplýsingar um eignarhald félagsins. 

Inntakið í gagnrýni fjármálaeftirlitsins er að DNB hafi í mörgum tilfellum - ekki bara í Samherjamálinu - brotið gegn lögum um eftirlit með peningaþvætti með því að krefja viðskiptavini bankans ekki um fullnægjandi upplýsingar um eignarhald félaga sem stunduðu viðskipti í gegnum bankann. 

Ráðuneytið vill fund með DNB

Nú hefur viðskiptaráðherra Noregs, Iselin Nybø, kallað eftir fundi með stjórn DNB vegna málsins. „Það er eðlilegt að ríkið sem eigandi setji sig inn í þá gagnrýni sem komið hefur fram. Ráðuneytið hefur farið fram á fund með stjórnarmönnum í DNB til að fá upplýsingar um málið.“ Þetta er haft eftir Nybø í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. 

„Ráðuneytið hefur farið fram á fund með stjórnarmönnum í DNB til að fá upplýsingar um málið“

Í frétt norska blaðsins er haft eftir fleiri aðilum í norsku stjórnmálalífi að málið sé alvarlegt og að það kunni að hafa afleiðingar. „Þetta er mjög alvarlegt,“ er haft talsmanni stjórnmálaflokksins SV í efnahagsmálum, Kari Elisabeth Kaski. 

Hvar liggur ábyrgðin?

Blaðamenn í Noregi eru farnir að spyrja spurninga um hver það er sem á endanum ber ábyrgð á því að þessi stærsti banki Noregs gat klúðrað eftirliti sínu með viðskiptavinum sínum með þessum hætti. Í skýrslum fjármálaeftirlitsins norska er fullyrt að bankinn hafi brotið lög um eftirlit með peningaþvætti. Svo virðist sem kallað sé eftir því að einhver innan DNB taki ábyrgð í málinu. 

Tekið skal fram að ekki er fullyrt að Samherji hafi sjálfur stundað peningaþvætti í gegnum bankann. En þetta er eitt af þeim atriðum sem er til rannsóknar í Samherjamálinu á Íslandi og í Namibíu. DNB er því sagður hafi brotið lög með eftirlitsleysi sínu gagnvart félögum Samherja og þess vegna er bankinn sektaður um rúma sex milljarða. 

Í viðtali við Dagens Næringsliv segir Kjerstin Braathen að það sé hún sem á endanum beri ábyrgð á málinu. Braathen tók samt bara við sem forstjóri DNB í september 2019, tveimur mánuðum áður en Samherjamálið í Namibíu kom fram í dagsljósið. „Sumir af þessum hlutum, eins og Samherjamálið, eru gömul mál.[…] En það er ég sem forstjóri samstæðunnar og það er ég sem á endanum ber æðstu ábyrgðina fyrir hönd DNB og við tökum gagnrýnina mjög alvarlega,“ segir Braathen. 

Aðspurð hvort hún hafi íhugað stöðu sína vegna Samherjamálsins segir Braathen að spyrja þurf stjórn bankans að því. Í frétt Dagens Næringsliv staðfestir stjórnarformaður DNB, Olaug Svarva, að Braathen njóti trausts stjórnarinnar. 

Eins og er hefur því enginn innan DNB verið látinn sæta ábyrgð vegna Samherjamálsins  í DNB og staðfestir Braathen þetta í samtali við Dagens Næringsliv. Miðað við viðbrögð norskra stjórnmálamanna þá gæti þetta hins vegar breyst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
FréttirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.
Samherji vildi bjóða „Stóra manninum“ frá Namibíu á Fiskidaginn
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji vildi bjóða „Stóra mann­in­um“ frá Namib­íu á Fiski­dag­inn

Fiski­dag­ur­inn mikli á Dal­vík verð­ur hald­inn aft­ur í fyrsta skipti í ár frá því 2019 og styrk­ir Sam­herji há­tíð­ina. Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji hef­ur ver­ið helsti styrktarað­ili Fiski­dags­ins í gegn­um tíð­ina. Ár­ið 2012 ræddu starfs­menn Sam­herja um mögu­leik­ann á því að bjóða sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, Bern­h­ard Es­au, á Fiski­dag­inn og var það sögð vera sér­stök ósk Þor­steins Más Bald­vins­son­ar að hann væri á Ís­landi í kring­um þenn­an dag.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár