Norski stórbankinn DNB horfði framhjá og kannaði ekki sérstaklega 1.8 milljónir vísbendinga um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti á árunum 2014 til 2018 sem eftirlitskerfi bankans kom auga á. Samtals var um að ræða fjögur af hverjum fimm slíkum tilfellum sem eftirlitskerfið fann sem ekki voru könnuð og því kannaði bankinn aðeins 1/5 af öllum þeim grunsamlegu tilfellum sem komu upp í bankanum. Frá þessu er greint í norska blaðinu Dagens Næringsliv í dag.
Samherjamálið í DNB, sem upp kom sem hluti af Namibíumálinu í nóvember 2019, leiddi til þess að norska fjármálaeftirlitið hóf rannsókn á eftirliti DNB-bankans með mögulegu peningaþvætti. Þessi rannsókn leiddi til hæstu sektargreiðslu sem norskur banki hefur þurft að greiða vegna brotalama í starfsemi sinni, sex millarða íslenskra króna eða 400 milljóna norskra. Samherjamálið leiddi því til rannsóknarinnar …
Athugasemdir