Skattskil færeysks dótturfélags útgerðarfélagsins Samherja hafa verið kærð til lögreglunnar þar í landi. Frá þessu var greint í færeyska ríkissjónvarpinu í kvöld. Félagið heitir Tindhólmur og var notað til að greiða íslenskum starfsmönnum Samherja í Namibíu laun. Fyrir vikið þurftu sjómennirnir ekki að greiða skatta í Namibíu og færeysk lög eru þannig að dótturfélag Samherja gat fengið skatta mannanna í Færeyjum endurgreidda. Það er færeyski skatturinn TAKS sem kærir málið.
Færeyska ríkissjónvarpið greindi einnig frá því í kvöld að Tindholmur hefði endurgreitt færeyskum yfirvöldum tæplega 350 milljónir króna vegna þessa. Þetta staðfestir lögmaðurinn Jógvan Páll Lassen í frétt Kringvarpsins. Um er að ræða 17 milljónir danskra króna.
Í frétt færeyska ríkissjónvarpsins staðfesti Michael Boolsen, lögreglustjóri í Færeyjum, að skattaayfirvöld hefðu sent málið til lögreglunnar.
Skattrannsóknin í Færeyjum
Eins og færeyska ríkissjónvarpið greindi frá í mars …
Athugasemdir