Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis

Trún­að­ar­manna­ráð Sam­eyk­is seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóra Strætó, gera til­raun til að kom­ast hjá því að greiða starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Það geri hann með því að tala fyr­ir út­vist­un á verk­efn­um Strætó. Jó­hann­es seg­ir akst­ur stræt­is­vagna og rekst­ur þeirra ekki grunn­hlut­verk Strætó.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Óánægð með Jóhannes Trúnaðarmannaráð Sameykis er lítt hrifið af yfirlýsingum framkvæmdastjóra Strætó. Mynd: Strætó bs.

Yfirlýsingar Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, um útvistun á akstri strætisvagna eru tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum Strætó laun samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. Svo segir í yfirlýsingu Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem lýst er mikilli óánægju með framgöngu Jóhannesar.

Tilefni yfirlýsingarinnar er viðtal við Jóhannes sem birtist í Viðskiptablaðinu 9. apríl síðastliðinn. Í viðtalinu segir hann að akstur strætisvagna og rekstur þeirra sé ekki hluti af grunnhlutverki Strætó heldur felst það í skipulagningu og þjónustu. Þegar sé á milli 50 til 60 prósent aksturs Strætó útvistað, til Kynnisferða og Hagvagna, sem er dótturfyrirtæki Hópbíla. Það hlutfall hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár.

Í fjármálagreiningu KPMG fyrir Strætó, sem Stundin greindi frá í gær, kemur fram að fjárhagsstaða félagsins er afleit og sökum þess hefur það enga burði til að ráðast í endurnýjun á vagnaflota sínum, sem þó er orðin mjög aðkallandi. Meðalaldur vagnanna er hár og um þriðjungur þeirra er nýttur sem varavagnar sökum tíðra bilana vegna hins háa aldurs. Með aukinni útvistun mætti hins vegar draga verulega úr þörf á, eða sleppa fjárfestingum í nýjum vögnum.

Fjárhagsstaða Strætó er svo slæm að handbært fé félagsins er nú uppurið og var á fundi borgarráðs í síðustu viku samþykkt beiðni félagsins um heimild til að sækja um 300 milljóna króna yfirdráttarheimild, til að fleyta félaginu út árið.

Unnið gegn réttindabaráttu launafólks

Í yfirlýsingu Sameykis, sem samþykkt var af trúnaðarmannaráði þess, er lýst furðu og óánægju með yfirlýsingar Jóhannesar um útvistun á akstri Strætó. Þar er sagt, að í ljósi þess að tæplega 60 prósent aksturs Strætó sé nú úvistað, vakni sú spurning hvar ákveðið hafi verið að þjónusta við borgarana í almannasamgöngum ætti að færast til einkaaðila.

„Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum“
Trúnaðarmannaráð Sameykis

Vísað er til þess að í viðtalinu hafi Jóhannes nefnt að akstur verktaka sá hagkvæmari en akstur Strætó, svo nemi 21 prósenti á klukkustund. Það komi að mestu leyti til með samlegðaráhrifum í rekstri rútufyrirtækjanna, þar sem þau samnýti verkstæði, þvottastöðvar auk annars og nái því betri nýtingu á fastafjármunum.  „Ef stærðarsamlegð er í boði, ætti einmitt alls ekki að úthýsa þjónustunni því umfang strætisvagnakerfisins er slíkt, að ferðaþjónustufyrirtæki ættu ekki að geta keppt við öflugan og skilvirkan rekstur þess,“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Staðan sé einfaldlega sú að Jóhannes haldi því fram að komast megi hjá því að greiða starfsmönnum Strætó samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. „Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum sem samið hefur verið um, með því að úthýsa verkefnum sem þau eiga sjálf að bera ábyrgð á gagnvart samfélaginu. Þessi tilhneiging opinbera aðila er allt of algeng í samfélagi okkar og telst óþolandi í réttindabaráttu launafólks. Sameyki mótmælir því harðlega öllum hugmyndum um áframhaldandi útvistun í rekstri Strætó bs.“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár