Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis

Trún­að­ar­manna­ráð Sam­eyk­is seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóra Strætó, gera til­raun til að kom­ast hjá því að greiða starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Það geri hann með því að tala fyr­ir út­vist­un á verk­efn­um Strætó. Jó­hann­es seg­ir akst­ur stræt­is­vagna og rekst­ur þeirra ekki grunn­hlut­verk Strætó.

Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Óánægð með Jóhannes Trúnaðarmannaráð Sameykis er lítt hrifið af yfirlýsingum framkvæmdastjóra Strætó. Mynd: Strætó bs.

Yfirlýsingar Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, um útvistun á akstri strætisvagna eru tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum Strætó laun samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. Svo segir í yfirlýsingu Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem lýst er mikilli óánægju með framgöngu Jóhannesar.

Tilefni yfirlýsingarinnar er viðtal við Jóhannes sem birtist í Viðskiptablaðinu 9. apríl síðastliðinn. Í viðtalinu segir hann að akstur strætisvagna og rekstur þeirra sé ekki hluti af grunnhlutverki Strætó heldur felst það í skipulagningu og þjónustu. Þegar sé á milli 50 til 60 prósent aksturs Strætó útvistað, til Kynnisferða og Hagvagna, sem er dótturfyrirtæki Hópbíla. Það hlutfall hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár.

Í fjármálagreiningu KPMG fyrir Strætó, sem Stundin greindi frá í gær, kemur fram að fjárhagsstaða félagsins er afleit og sökum þess hefur það enga burði til að ráðast í endurnýjun á vagnaflota sínum, sem þó er orðin mjög aðkallandi. Meðalaldur vagnanna er hár og um þriðjungur þeirra er nýttur sem varavagnar sökum tíðra bilana vegna hins háa aldurs. Með aukinni útvistun mætti hins vegar draga verulega úr þörf á, eða sleppa fjárfestingum í nýjum vögnum.

Fjárhagsstaða Strætó er svo slæm að handbært fé félagsins er nú uppurið og var á fundi borgarráðs í síðustu viku samþykkt beiðni félagsins um heimild til að sækja um 300 milljóna króna yfirdráttarheimild, til að fleyta félaginu út árið.

Unnið gegn réttindabaráttu launafólks

Í yfirlýsingu Sameykis, sem samþykkt var af trúnaðarmannaráði þess, er lýst furðu og óánægju með yfirlýsingar Jóhannesar um útvistun á akstri Strætó. Þar er sagt, að í ljósi þess að tæplega 60 prósent aksturs Strætó sé nú úvistað, vakni sú spurning hvar ákveðið hafi verið að þjónusta við borgarana í almannasamgöngum ætti að færast til einkaaðila.

„Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum“
Trúnaðarmannaráð Sameykis

Vísað er til þess að í viðtalinu hafi Jóhannes nefnt að akstur verktaka sá hagkvæmari en akstur Strætó, svo nemi 21 prósenti á klukkustund. Það komi að mestu leyti til með samlegðaráhrifum í rekstri rútufyrirtækjanna, þar sem þau samnýti verkstæði, þvottastöðvar auk annars og nái því betri nýtingu á fastafjármunum.  „Ef stærðarsamlegð er í boði, ætti einmitt alls ekki að úthýsa þjónustunni því umfang strætisvagnakerfisins er slíkt, að ferðaþjónustufyrirtæki ættu ekki að geta keppt við öflugan og skilvirkan rekstur þess,“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Staðan sé einfaldlega sú að Jóhannes haldi því fram að komast megi hjá því að greiða starfsmönnum Strætó samkvæmt kjarasamningum á opinberum markaði. „Það er ábyrgðarleysi og skömm sveitarfélaga ef þau ætla sér að komast undan skyldum sínum og skuldbindingum sem samið hefur verið um, með því að úthýsa verkefnum sem þau eiga sjálf að bera ábyrgð á gagnvart samfélaginu. Þessi tilhneiging opinbera aðila er allt of algeng í samfélagi okkar og telst óþolandi í réttindabaráttu launafólks. Sameyki mótmælir því harðlega öllum hugmyndum um áframhaldandi útvistun í rekstri Strætó bs.“ segir í yfirlýsingu Sameykis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár