Engar tilkynningar hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna klámefnis sem Íslendingar framleiða og birta á vefsíðunni OnlyFans. Framleiðsla og dreifing kláms varðar sektum eða allt að 6 mánaða fangelsisvist samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga, en greinin hefur ekki komið til kasta lögreglunnar undanfarin ár.
„Við höfum ekki farið í þetta og ekki fengið tilkynningar inn á okkar borð undanfarið,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ef þú skoðar þessa lagagrein, þá varðar fyrsta málsgreinin klám sem birtist á prenti. Þetta er svolítið gamalt. Hvar er fólk að ná sér í klám í dag? Það er á netinu.“
„Hvað á maður að segja um Nova auglýsinguna, er hún klám?“
Hann telur að mögulega falli framleiðsla efnis fyrir OnlyFans undir aðra málsgrein greinarinnar, þar sem fjallað er um að „búa til“ og „útbýta“ klámmyndum. „Svo spyr maður sig hreinlega, …
Athugasemdir