Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. apríl til 13. maí.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

HönnunarMars hefst

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 19.–23. maí
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Hin tólf ára hátíð, HönnunarMars, fer fram nokkrum mánuðum eftir marsmánuð vegna Covid-19 faraldursins. Þessi uppskeruhátíð hönnunar fagnar því sem er nýtt og spennandi í hönnunarheiminum þar sem sjá má óvæntar nálganir og lífleg sköpunarverk. Hátíðin verður opnuð 1.–9. maí með farandsýningunni Öllum hnútum kunnug sem stoppar við í Hafnarhúsinu. Sýningin er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu. Hönnuðir að þessari fyrstu röð verka eru Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Theresa Himmer. Fleiri sýningar, fyrirlestrar og viðburðir verða kynntir þegar nær dregur, en sem fyrr segir byrjar sjálf hátíðin 19. maí ef sóttvarnir leyfa.

Ung-Yrkja og Sinfó

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. apríl kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ung-Yrkja er verkefni sem er sérstaklega lagað að ungum tónskáldum. Í ár voru valin til þátttöku tónskáldin Ingibjörg Elsa Turchi, Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) og Hjalti Nordal, en þau hafa starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðastliðið ár. Nú frumflytur hljómsveitin afrakstur vinnu þeirra fyrir áhorfendum.

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen

Hvar? Mengi
Hvenær? 24. apríl kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen blása og slá til tónleika þar sem verður flutt nýtt efni af komandi plötu kolleganna í bland við þjóðþekkta slagara úr smiðju tvíeykisins. Magnús og Tumi gáfu út plötuna Allt er ómælið árið 2019, en á næstunni er væntanleg önnur breiðskífa frá tvíeykinu.

Barnamenningarhátíð: Listrænt ákall til náttúrunnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 25. apríl 
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Þessi samsýning er afrakstur samstarfs barna við lista- og vísindafólk og kennara í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Alls 42 listamenn túlka verk 800 barna úr fimmtán skólum. Afraksturinn byggir á þverfaglegri nálgun þar sem nemendur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina.

Skiptimarkaður

Hvar? Munasafn Reykjavíkur og Loft
Hvenær? 28. apríl & 29.-30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Skiptimarkaðir ættu að vera öllum vel kunnugir landsmönnum, en þeir stuðla að því að minnka neyslu og auka notagildi, en tveir fara fram í apríl. Miðvikudaginn 28. apríl er skipst á fötum á Lofti. Laugardaginn og sunnudaginn 29. & 30. maí getur fólk kíkt við í Munasafn Reykjavíkur og skipst á bókum, handverki og peysum. 

Uppfært: Viðburðinum í Munasafni Reykjavíkur hefur verið frestað frá apríl í maí. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 28. apríl, 5. & 12. maí
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með kvartettinum Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal þann 28., með Unu Stef og Stefáni S. Stefánssyni 5. maí, og tríóinu Hist 12. maí.

Kardemommubærinn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 2. maí til 10. október
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Skáldskapur norska listamannsins Thorbjörns Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna og Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið Þjóðleikhússins reglulega allar götur síðan. Verkið fjallar um indæla bæinn sem er fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum, en allt fer í uppnám þegar ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan heimsækja hann.

Kok

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 5. & 9. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 5.200 kr.

Ljóða- og myndlistarbókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur öðlast nýtt líf sem tónlistar- og leikhúsupplifun. Ljóð Kristínar fjalla á óvenjulega beinskeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýrlega breyskleika. Verkið er sett upp í tengslum við tónlistarhátíðina Óperudaga, í samvinnu við leikhópinn Svartan jakka.

Sumarnótt

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 7. maí til 19. september
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Líkt og The Visitors er Sumarnótt sjö rása vídeóinnsetning eftir Ragnar Kjartansson þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigðinni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana.

Reddingakaffi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6. júní kl. 13.00-16.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Reddingakaffi Munasafns Reykjavíkur hefur göngu sína á ný, en þessi óformlegi hittingur fer fram fyrstu helgi í hverjum mánuði að sumri til. Fólk mætir með brotna hluti og vinur að því, með hjálp handlaginna sjálfboðaliða, að lagfæra þá. Gætt verður að sóttvörnum, en hægt er að panta tíma fyrirfram. Einnig verður kvikmynd sýnd fyrir þátttakendur.

Uppfært: Viðburðinum hefur verið seinkað úr maí í júní. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár