Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu

Rann­sókn á því hvort stúlk­ur hafi ver­ið beitt­ar illri með­ferð og of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu er enn á und­ir­bún­ings­stigi hjá Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar. Vinna á rann­sókn­ina með­fram dag­leg­um verk­efn­um „og því ljóst að nið­ur­staðna er ekki að vænta á næst­unni,“ seg­ir í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn ekki í forgangi Langt er í að niðurstöður á því hvort stúlkur hafi verið beittar ofbeldi á Laugalandi muni liggja fyrir að sögn Guðrúnar Bjarkar Reykdal.

Rannsókn á því hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Lauglandi, áður Varpholti, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi er ekki í forgangi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnvaverndar (GEF), sem á að annast verkefnið. Er rannsóknin enn á undirbúningsstigi, rúmum mánuði eftir að stofnuninni var falið að framkvæma hana. Langt er í niðurstöðu samkvæmt svörum frá stofnuninni.

Átta konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því hvernig þær voru beittar líkamlegu og andlegu ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu. Sá sem konurnar segja að hafi einkum beitt ofbeldinu var forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson. Hafa þær lýst því að Ingjaldur hafi meðal annars sparkað í þær, hent þeim niður stiga, dregið þær á hárinu og slegið þær. Hann hafi rofið trúnað við þær, öskrað á þær, lítillækkað og kúgað til hlýðni. Fleiri konur hafa lýst því að þær hafi verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu, á þriðja tug kvenna, þó þær hafi ekki allar stigið fram opinberlega.

Ríkisstjórnin samþykkti rannsókn fyrir mánuði

Ellefu nafngreindar konur sendu Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, erindi 1. febrúar síðastliðinn þar sem þær fóru fram á að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á starfsemi Laugalands á árabilinu 1997 til 2007, undir stjórn Ingjalds. Ásmundur Einar fundaði í tvígang með fulltrúum kvennanna í febrúar og á þeim fundum fullvissaði hann þær um að starfsemin yrði rannsökuð til þrautar. 19. febrúar samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu Ásmundar Einars, að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar yrði falið að framkvæma slíka könnun.

Stofnuninni var falið að kanna starfsemi Lauglands, með bréfi 23. febrúar síðastliðinn. Nú, rúmum mánuði síðar, er sú könnun ekki hafin. Stundin sendi settum framkvæmdastjóra GEF, Guðrúnu Björk Reykdal, tölvupóst 18. mars síðastliðinn með eftirfarandi spurningum um gang rannsóknarinnar:

Hvers vegna hefur umrædd rannsókn ekki farið fyrr af stað?

Hefur stofnunin kallað eftir gögnum er málinu tengjast? Ef svo er, hvaða gögnum og hvaðan? 

Hefur stofnunin fengið gögn í hendur er málinu tengjast? 

Við hvaða aðila á að taka viðtöl?

Hvaða tímaramma er stofnunin að vinna með? Hvenær má eiga von á að rannsókn verði lokið?

Guðrún svaraði tölvupóstinum í gær, 23. mars, eftir ítrekanir blaðamanns. Í svarinu er tiltekið að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar annist ýmis verkefni og daglegt eftirlit með félagsþjónustu sem veitt er af hinu opinbera, sveitarfélögum og á grundvelli þjónustusamninga, auk eftirlits með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. „Undirbúningur könnunar á starfsemi meðferðarheimilisins Varpholts/Laugalands á árunum 1997 til 2007 sem stofnuninni var falið að framkvæma, með bréfi dags. 23. febrúar sl., fer fram samhliða þessum verkefnum. Framkvæmd könnunarinnar og úrvinnsla mun taka tíma og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari Guðrúnar. Þá segir ennfremur að ekki sé hægt að upplýsa fjölmiðla um einstaka þætti sem snúi að framkvæmd könnunarinnar meðan hún sé í vinnslu.

Stundin óskaði eftir viðtali við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vegna málsins og hugðist inna hann eftir því hvort hann teldi réttlætanlegt að rannsókn á starfsemi Laugalands fengi ekki hraðari afgreiðslu en raun bæri vitni. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár