Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.

Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu

Eigendur íslenska lénafyrirtækisins Internet á Íslandi ehf. (ISNIC) hafa greitt sér út tæplega 770 milljóna króna arð á síðustu tíu árum. Um er að ræða  fyrirtæki sem hefur einkarétt á skráningu internetléna með endingunni .is. Sú þjónusta sem fyrirtækið veitir er umtalsvert dýrari á Íslandi en í öðrum sambærilegum löndum erlendis. Fyrirtækið ákvað í lok febrúar að hækka árgjald léna með .is-endingunni um rúm 5 prósent, 310 krónur, og verður það hér eftir 6.293 krónur með virðisaukaskatti. 

Félagið er í meirihlutaeigu einkaaðila, stærsti hluthafinn er framkvæmdastjórinn, Jens Pétur Jensen, með 29,5 prósenta hlut, en opinberir aðilar eins og Íslandspóstur ohf. eru einnig í hluthafahópnum með tæplega 19 prósenta eignarhlut. Alls 77 prósent af hlutafé félagsins er í eigu einkaaðila og restin er í eigu opinberra. Fyrirtækið byggir í grunninn á einokun ríkisfyrirtækis á þessari þjónustu en það var einkavætt árið 2000 þegar opinberir aðilar seldu fyrirtækið til einkaaðila. 

Hluthafar ISNIC …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár