Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.

Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu

Eigendur íslenska lénafyrirtækisins Internet á Íslandi ehf. (ISNIC) hafa greitt sér út tæplega 770 milljóna króna arð á síðustu tíu árum. Um er að ræða  fyrirtæki sem hefur einkarétt á skráningu internetléna með endingunni .is. Sú þjónusta sem fyrirtækið veitir er umtalsvert dýrari á Íslandi en í öðrum sambærilegum löndum erlendis. Fyrirtækið ákvað í lok febrúar að hækka árgjald léna með .is-endingunni um rúm 5 prósent, 310 krónur, og verður það hér eftir 6.293 krónur með virðisaukaskatti. 

Félagið er í meirihlutaeigu einkaaðila, stærsti hluthafinn er framkvæmdastjórinn, Jens Pétur Jensen, með 29,5 prósenta hlut, en opinberir aðilar eins og Íslandspóstur ohf. eru einnig í hluthafahópnum með tæplega 19 prósenta eignarhlut. Alls 77 prósent af hlutafé félagsins er í eigu einkaaðila og restin er í eigu opinberra. Fyrirtækið byggir í grunninn á einokun ríkisfyrirtækis á þessari þjónustu en það var einkavætt árið 2000 þegar opinberir aðilar seldu fyrirtækið til einkaaðila. 

Hluthafar ISNIC …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár