Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin

Mán­uð­ur er lið­inn síð­an Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar var fal­ið að rann­saka hvort stúlk­ur á Laugalandi hefðu ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Sett­ur for­stjóri hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar og for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu vill ekki veita við­tal.

Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Svara ekki og neita viðtölum Guðrún Björk hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og Heiða Björg hafnaði viðtali.

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur enn ekki hafið rannsókn á því hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði, sem áður var rekið í Varpholti, hafi sætt þar illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Rúmur mánuður er síðan félagsmálaráðherra fól stofnuninni að hefja umrædda rannsókn.

Átta konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því að þær hafi verið beittar harðræði og ofbeldi þegar þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu. Sá sem þær bera að hafi einkum beitt ofbeldinu er Ingjaldur Arnþórsson, sem rak heimilið á árunum 1997 til 2007, með þjónustusamningi við Barnaverndarstofu. Konurnar hafa meðal annars lýst því að Ingjaldur hafi sparkað í þær, hent þeim niður stiga, dregið þær á hárinu og slegið þær utan undir. Þá lýsa þær því að Ingjaldur hafi stjórnað heimilinu með óttastjórnun, beitt andlegu ofbeldi, öskrað á þær, gert lítið úr þeim og foreldrum þeirra og ítrekað rofið trúnað við þær.

Í samskiptum sem ein kvennanna sem stigið hafa fram í Stundinni í síðustu viku átti við Gæða- og eftirlitsstofnunina kom fram að rannsóknin væri ekki hafin. Þetta staðfesti settur framkvæmdastjóri stofnunarinna, Guðrún Björk Reykdal, í tölvupóstsamskiptum við Stundina. Síðastliðinn fimmtudag, 18. Mars. „Könnun þessa máls er komin til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Í dag erum við að hefja undirbúning hennar. Yfirferð gagna, undirbúningur viðtala og síðan viðtöl við alla hlutaðeigandi aðila er stórt verkefni sem mun taka talsverðan tíma.“

„Í dag erum við að hefja undirbúning hennar“
Guðrún Björk Reykdal,
í tölvupósti um rannsókn á Laugalandsmálinu 18. mars síðastliðinn

Blaðamaður óskaði eftir að fá viðtal við Guðrúnu vegna málsins en við því var ekki orðið. Sama dag, 18. mars, sendi blaðamaður eftirfarandi spurningar til Guðrúnar í tölvupósti:

Hvers vegna hefur umrædd rannsókn ekki farið fyrr af stað?

Hefur stofnunin kallað eftir gögnum er málinu tengjast? Ef svo er, hvaða gögnum og hvaðan? 

Hefur stofnunin fengið gögn í hendur er málinu tengjast? 

Við hvaða aðila á að taka viðtöl?
Hvaða tímaramma er stofnunin að vinna með? Hvenær má eiga von á að rannsókn verði lokið?

Guðrún hefur enn sem komið er ekki svarað spurningum Stundarinnar vegna málsins.

Barnaverndarstofa hefur viðurkennt mistök

Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu hefur Gæða- og eftirlitsstofnunin kallað eftir gögnum þaðan um meðferðarheimilið. Það var þó ekki búið að afhenda þau gögn í síðustu viku og samkvæmt Barnaverndasstofu á að afhenda þau í dag eða á morgun. Stundin óskaði eftir því við Barnaverndarstofu að fá öll gögn er lúta að starfsemi Laugalands og Varpholts á árabilinu 1997 til 2007 afhent. Stofnunin afhenti umbeðin gögn í tveimur hlutum, 26. febrúar og 5. mars. Gögnin eru því tiltæk hjá Barnaverndarstofu en ekki fengust skýringar á því hvers vegna þeim hefur ekki þegar verið skilað til Gæða- og eftirlitsstofnunar.

„Þessum vísbendingum hefði verið hægt að fylgja eftir og bregðast við með markvissari hætti en gert var“
Úr afsökunarbeiðni Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa hefur viðurkennt að ekki hafi verði brugðist við athugasemdum og vísbendingar hafi komið fram óeðlilegar starfsaðferðir á Laugalandi á árunum 1997 til 2007. „Þessum vísbendingum hefði verið hægt að fylgja eftir og bregðast við með markvissari hætti en gert var,“ segir í frétt á vef Barnaverndarstofu þar sem konurnar sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu eru beðnar afsökunar á að hafa ekki brugðist við þeim upplýsingum sem stofnuninni bárust varðandi starfsemi heimilisins. Þá kemur einnig fram í afsökunarbeiðni Barnaverndarstofu að gögn sýni að á Laugalandi hafi verið unnið út frá hugmyndafræði „sem þótti góð og gild á sínum tíma en samstaða er á meðal sérfræðinga í dag að sé úrelt og eigi alls ekki við þegar unnið er með börnum sem glíma við margþættan vanda og þurfa umfram allt stuðning og aðstoð.“ Óljóst er hvaða hugmyndafræði verið er að tala um hér.

Í samtölum sem blaðamaður hefur átt við konurnar sem um ræðir kemur fram megn óánægja með umrædda afsökunarbeiðni. Einkum er það vegna þess að Barnaverndarstofa skyldi ekki hafa samband við þær beint, en sem fyrr segir hafa átta konur stigið fram opinberlega, undir nafni. Það hefði því átt að vera tiltölulega einfalt að ná sambandi við þær. Þá var ekki send út fréttatilkynning um afsökunarbeiðnina heldur hún aðeins birt á heimasíðu Barnaverndarstofu.

Stundin óskaði eftir því að fá viðtal við Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, meðal annars til að fá frekari skýringar á því sem nefnt er í afsökunarbeiðninni. Heiða Björg vildi hins vegar ekki veita Stundinni viðtal, að sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár