Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“

Tobba Marínós­dótt­ir seg­ir það dómgreind­ar­brest hjá Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að semja við Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, sem aflétti far­banni manns sem flúði land þrem­ur dög­um áð­ur en nauðg­un­ar­dóm­ur féll.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“
Tobba Marinósdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson var ekki meðal dómara í máli hennar, en kom einungis að því að rjúfa farbann gerandans.

Tobba Marínósdóttir, ritstjóri DV, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, hafa valdið því að maður sem var dæmdur fyrir að nauðga henni slapp úr landi og þurfti ekki að sitja inni fyrir brot sitt. Gagnrýnir hún að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi samið við Jón Steinar um aðstoð við vinnu við úrbætur í réttarkerfinu.

Tobba skrifar um málið í grein á Vísi og tekur dómgreind Jóns Steinars og Áslaugar Örnu til umfjöllunar. „Í máttlausum tilraunum sínum til að klóra í bakkann hefur Áslaug Arna gefið það út að ráðningarsamningur Jóns snúist ekki beint um kynferðisbrotamál – þvert á móti sé lögð áhersla á efnahagsbrotamál,“ skrifar Tobba. „Það kemur ekki fram í samningi dómsmálaráðuneytisins við Jón Steinar, né kannast Jón sjálfur við það. Í viðtali á Bylgjunni í gær sagðist Jón Steinar ekkert kannast við það að hann ætti að huga að efnahagsbrotum frekar en öðrum málaflokkum.

„Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli“

Með því að velja svo umdeildan mann til starfa fer öll athygli á manninn ekki málefnið og verða tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli. Nú er rétti tíminn til að staldra við og læra af mistökunum.“

Nauðgarinn fór úr landi og aftur til starfa í hernum

Í greininni fer Tobba yfir mál sitt fyrir dómstólum þegar maður var dæmdur fyrir brot gegn henni. „Fyrir rúmum 11 árum varð ég fyrir kynferðisofbeldi,“ skrifar Tobba. „Gerandinn var Bandaríkjamaður og hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Ég safnaði saman öllum mínum andlega styrk og með hjálp míns góða fólks stóð ég með sjálfri mér og kærði manninn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo síðar, þegar honum var sleppt úr því, í farbann.“

Enginn framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og segir Tobba að ljóst hafi verið að hann mundi aldrei sitja af sér dóminn ef því yrði aflétt. Þremur dögum fyrir dómsuppkvaðningu var farbannið kært og það fellt úr gildi.

„Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar hún. „Tekið skal fram að Jón Steinar hafði enga aðra aðkomu að málinu og var ekki dómari í aðalmeðferð málsins sem átti að ljúka þremur dögum síðar. Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum þar sem hann segir að ekki sjái hann að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að sakborningur hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir.“

Jón Steinar og Ólafur Börkur felldu farbannið úr gildi í óþökk viðars. Skipan þeirra tveggja við Hæstarétt var umdeild á sínum tíma þar sem báðir voru metnir síður hæfir en aðrir umsækjendur og höfðu sterk tengsl við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skilaði Ólafur Börkur séráliti við skipan Jóns Steinars gegn átta hæstaréttardómurum sem töldu aðra umsækjendur hæfari og sagði Ólafur Börkur að Jón Steinar væri „afburðamaður“.

Segir Jón Steinar ítrekað hafa sýnt dómgreindarbrest

„Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan,“ skrifar Tobba.

„Því gat þessi dæmdi kynferðisafbrotamaður haldið aftur til starfa sinna í bandaríska hernum. Áfram gakk.“

Tobba segist ekki vekja athygli á máli sínu í biturð eða reiði heldur til að benda á að kerfið hafi virkað framan af „alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyrameginn korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“

Gerandinn áfrýjaði málinu í kjölfarið. „Málið endaði þó á þann veg að dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána,“ skrifar Tobba.

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars“

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár