Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“

Tobba Marínós­dótt­ir seg­ir það dómgreind­ar­brest hjá Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að semja við Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, sem aflétti far­banni manns sem flúði land þrem­ur dög­um áð­ur en nauðg­un­ar­dóm­ur féll.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“
Tobba Marinósdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson var ekki meðal dómara í máli hennar, en kom einungis að því að rjúfa farbann gerandans.

Tobba Marínósdóttir, ritstjóri DV, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, hafa valdið því að maður sem var dæmdur fyrir að nauðga henni slapp úr landi og þurfti ekki að sitja inni fyrir brot sitt. Gagnrýnir hún að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi samið við Jón Steinar um aðstoð við vinnu við úrbætur í réttarkerfinu.

Tobba skrifar um málið í grein á Vísi og tekur dómgreind Jóns Steinars og Áslaugar Örnu til umfjöllunar. „Í máttlausum tilraunum sínum til að klóra í bakkann hefur Áslaug Arna gefið það út að ráðningarsamningur Jóns snúist ekki beint um kynferðisbrotamál – þvert á móti sé lögð áhersla á efnahagsbrotamál,“ skrifar Tobba. „Það kemur ekki fram í samningi dómsmálaráðuneytisins við Jón Steinar, né kannast Jón sjálfur við það. Í viðtali á Bylgjunni í gær sagðist Jón Steinar ekkert kannast við það að hann ætti að huga að efnahagsbrotum frekar en öðrum málaflokkum.

„Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli“

Með því að velja svo umdeildan mann til starfa fer öll athygli á manninn ekki málefnið og verða tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli. Nú er rétti tíminn til að staldra við og læra af mistökunum.“

Nauðgarinn fór úr landi og aftur til starfa í hernum

Í greininni fer Tobba yfir mál sitt fyrir dómstólum þegar maður var dæmdur fyrir brot gegn henni. „Fyrir rúmum 11 árum varð ég fyrir kynferðisofbeldi,“ skrifar Tobba. „Gerandinn var Bandaríkjamaður og hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Ég safnaði saman öllum mínum andlega styrk og með hjálp míns góða fólks stóð ég með sjálfri mér og kærði manninn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo síðar, þegar honum var sleppt úr því, í farbann.“

Enginn framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og segir Tobba að ljóst hafi verið að hann mundi aldrei sitja af sér dóminn ef því yrði aflétt. Þremur dögum fyrir dómsuppkvaðningu var farbannið kært og það fellt úr gildi.

„Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar hún. „Tekið skal fram að Jón Steinar hafði enga aðra aðkomu að málinu og var ekki dómari í aðalmeðferð málsins sem átti að ljúka þremur dögum síðar. Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum þar sem hann segir að ekki sjái hann að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að sakborningur hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir.“

Jón Steinar og Ólafur Börkur felldu farbannið úr gildi í óþökk viðars. Skipan þeirra tveggja við Hæstarétt var umdeild á sínum tíma þar sem báðir voru metnir síður hæfir en aðrir umsækjendur og höfðu sterk tengsl við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skilaði Ólafur Börkur séráliti við skipan Jóns Steinars gegn átta hæstaréttardómurum sem töldu aðra umsækjendur hæfari og sagði Ólafur Börkur að Jón Steinar væri „afburðamaður“.

Segir Jón Steinar ítrekað hafa sýnt dómgreindarbrest

„Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan,“ skrifar Tobba.

„Því gat þessi dæmdi kynferðisafbrotamaður haldið aftur til starfa sinna í bandaríska hernum. Áfram gakk.“

Tobba segist ekki vekja athygli á máli sínu í biturð eða reiði heldur til að benda á að kerfið hafi virkað framan af „alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyrameginn korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“

Gerandinn áfrýjaði málinu í kjölfarið. „Málið endaði þó á þann veg að dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána,“ skrifar Tobba.

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars“

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár