Rúmin voru alltof lítil; annars var voða gaman. Í mars 1697 hafði Pétur Rússakeisari lagt upp frá Moskvu og haldið í rannsóknarleiðangur til Vesturlanda því hann vildi kippa sínu víðáttumikla en frumstæða landi inn í nútímann hvað snerti tækni og verklag, og um leið gera samninga á jafnréttisgrundvelli við konunga og fursta í vestri. Pétur fór um Þýskaland, Holland og England og í júlí 1698 var hann kominn til Vínarborgar. Hvar sem keisari fór fylgdi honum glaumur og gleði og hann vakti sérstaklega athygli kónga hvarvetna fyrir ótæpilega drykkju og mikið úthald. En þegar hann hallaði sér loks á kvöldin eða morgnana þurfti hann iðulega að kúldrast í þessum alltof litlu rúmum sem alls staðar voru.

Á leið til Feneyja
Pétur var nefnilega 2,03 á hæð en meðalhæð fullfrískra karla í Evrópu um þær mundir var 1,65 svo oftast þurfti hann að …
Athugasemdir