Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar

For­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafði áhrif á nið­ur­stöðu upp­still­ing­arn­ar, seg­ir Andrés Magnús­son.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðin uppstilling Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í uppstillingu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Andrés segir að prófkjörið, eins og það var sett upp, hafi verið sérstaklega erfitt fyrir fólk eins og Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarnar. Hann segir að fyrir stjórnmálamenn sem verða fyrir sama stjórnmálalegu áfalli og Ágúst Ólafur lenti í eigi bara eina leið til að rétta sig við. Það sé gert með fyrir tilstilli kjósenda.

„Eins og með Ágúst Ólaf sem verður fyrir áfalli á kjörtímabilinu og sætir mikilli gagnrýni á því. Það er svo rifjað upp fyrir skömmu af öðru tilefni. Fyrir stjórnmálamenn sem koma sér í slíkt klandur þá er einungis ein leið til að rétta sig við og það gera þeir fyrir tilstilli kjósenda. Hann var sviptur því tækifæri. Ég skil vel að hann sé svolítið mikið súr út af því.“ 

Andrés segir einnig að fingraför Loga Einarssonar, formann Samfylkingarnar, hafi verið á uppstillingunni og að Logi hafi gefið sterkar vísbendingar til flokksmanna sinna um að Kristrún Frostadóttir hafi átt að vera ofarlega á lista. Kristrún mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi kosningum.

„Ég held að það sé tvennt sem við verðum að minnast á í þessu samhengi. Annað sem stendur okkur nær í tíma og á við hér og nú. Fingraför Loga voru á þessu öllu. Hann vildi augljóslega breyta ásýnd flokksins og áherslum. Hann hlutast til þess að Kristrún Frostadóttir er sótt. Það er gefin mjög sterk vísbending til flokksmanna um að hún þurfi að vera á sínum stað. Nú veit maður auðvitað ekkert hvernig þessi skoðanakönnun fór. Logi ber, held ég, verulega ábyrgð á því hvernig þessi listi lítur út. Alveg burtséð frá aðferðarfræðinni til að komast þangað. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég held að það sé fátt hægt að segja um það. Listinn var samþykktur af fulltrúaráðinu og það er bara sögulok þar.“ 

Þá segir Andrés að fortíð Samfylkingarnar hafi haft áhrif á þá niðurstöðu sem átti sér stað í uppstillingu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.

„En síðan held ég að það sé annað sem búi þarna að baki, svona baksaga. Þegar Samfylkingin var mynduð, þá strax voru kratar eitthvað fúlir. Þeim fannst Kvennalistinn fá of mikil ítök. Þetta hélt svolítið áfram vegna þess að frambjóðendur voru að koma sterkari úr hinum flokkunum. Síðan bara breytast tímarnir, áherslurnar og einhverjir fóru, eins og gengur og gerist. En það bætist við sum sé að fyrir nokkrum árum þá var haldið hér lítið prófkjör þar sem farið var út í það, af Helgu Völu og fleirum, að grisja rækilega út af flokkaskránni þeir sem voru í Rósinni, sem var eitt af jafnarmannafélögunum. Ég þekki bara slatta af fólki sem fékk ekki að kjósa þá og kvaddi flokkinn fyrir fullt og fast. Það var bara sármóðgað yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt á þeim tíma. Þetta var málfundafélag krata í bænum. Þegar það var farið í það að henda þaðan út, það var látið að því liggja að fólk hafi verið skráð þar inn í kippum. Það fólk sem ég þekki, þetta er bara fólk sem var búið að vera í Alþýðuflokknum oft um áraraðir og voru eðalkratar.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
4
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár