Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Siggi hakkari á leið á fund með FBI í Bandaríkjunum

Sig­urð­ur Þórð­ar­son hef­ur ít­rek­að gef­ið skýrslu til banda­rískra stjórn­valda í máli þeirra gegn Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. Ferð hans nú renn­ir stoð­um und­ir að hann sé lyk­il­vitni í mál­inu.

Siggi hakkari á leið á fund með FBI í Bandaríkjunum
Sigurður Þórðarson The Washington Post sagði Sigurð hafa fundað með bandarískum saksóknurum árið 2019 áður en nýtt ákæruskjal var gefið út í máli Assange. Mynd: Pressphotos/Geirix

Sigurður Þórðarson, einnig kallaður Siggi hakkari, er á leið til Bandaríkjanna á næstu dögum til að funda með bandarísku alríkislögreglunni FBI um mál Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Sigurður var á táningsaldri sjálfboðaliði hjá WikiLeaks og gerðist launaður uppljóstrari FBI í rannsókn bandarískra stjórnvalda á Assange. Fulltrúar FBI komu til Íslands árið 2011 til þess að yfirheyra Sigurð og í framhaldinu veitti hann þeim gögn innan úr WikiLeaks gegn greiðslu. Nýverið greindi The Washington Post frá því að bandarískir saksóknarar hefðu yfirheyrt Sigurð árið 2019, skömmu áður en ákæruskjal í málinu var uppfært og því líklegt að byggt sé að einhverju leyti á framburði hans í málatilbúnaði Bandaríkjanna gegn Assange. Ferð hans nú rennir enn frekari stoðum undir að hann sé lykilvitni í málinu.

Ármann Fr. Ármannsson lögmaður, sem heimildir herma að verði með Sigurði í för, vildi ekki svara spurningum Stundarinnar um málið. „Ég tjái mig ekki um málefni umbjóðanda míns,“ sagði hann, en vildi ekki staðfesta hvort Sigurður væri umbjóðandi hans eða ekki.

Í ákæruskjalinu sem The Washington Post fjallaði um er því haldið fram að Assange hafi beðið ungling, sem líklega er Sigurður, að nálgast ólöglegar upptökur af símtölum stjórnmálamanna í erlendu ríki. Þá eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa fengið leyfi hjá íslenskum stjórnvöldum til þess að búa til fölsuð trúnaðargögn sem Assange hafi fengið afhent á þessum tíma. Í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að ráðuneytið hefði ekki veitt heimildir eða leyfi fyrir fölsun slíkra gagna. 

Kærður vegna fölsunar skjala

Stundin greindi frá því í dag að Sigurður ætti yfir höfði sér kæru vegna fölsunar skjala sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra. Undirskrift lögmanns á gögnum tveggja félaga sem Sigurður stofnaði og átti að staðfesta 100 milljón króna hlutafjárinnborgun sé fölsuð að því viðskiptafélagar Sigurðar staðhæfa. Lögmaðurinn segist munu kæra vegna málsins, en fangelsisvist liggur við slíkum brotum samkvæmt almennum hegningarlögum. Viðskiptafélagar segjast hafa verið blekktir, en í umsögn geðlæknis í dómsmáli gegn Sigurði á sínum tíma var hann sagður „sakhæfur en siðblindur“. Sigurður kemur nú að sex félögum með mismunandi tilgang sem hann flest stofnaði eða eignaðist á síðasta einu og hálfu ári.

Sigurður kom fyrst fram í sviðsljósið vegna tengsla hans við lekamál, deilur við samtökin WikiLeaks og uppljóstranir til FBI í málaferlum gegn Assange. Sigurður hefur síðan þá tvisvar hlotið fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum og einnig tveggja ára dóm fyrir ítrekuð fjársvik þar sem hann þurfti að endurgreiða 15 milljónir króna, þar af 7 milljónir til WikiLeaks. Sigurður hefur frá því dómarnir féllu breytt nafni sínu í Þjóðskrá og heitir nú Sigurður Þórðarson, en ekki Sigurður Ingi Þórðarson eins og áður.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár