„Hún er tákngervingur þessarar baráttusögu íslenskra kvenna. Hún rís upp úr ógeðslegu ofbeldi og segir sannleikann.“ Svona lýsir Tinna Sverrisdóttir Sunnefu, aðalpersónunni í samnefndu leikriti, en hún fer með hlutverk hennar.
Sunnefa Jónsdóttir var uppi á 18. öld og var tvívegis dæmd til dauða fyrir blóðskömm, en hún var sökuð um að eiga tvö börn með yngri bróður sínum þegar hún var 16 og 18 ára gömul. Á Alþingi 1734 olli hún fjaðrafoki þegar hún, bláfátæk alþýðukona, neitaði ákæru og sakaði Hans Wíum, sýslumanninn sem sótti hana til saka, um að hafa barnað sig. Málið er enn þann dag í dag eitt lengsta sakamál Íslandssögunnar, en Sunnefa var á endanum sýknuð af Danakonungi. Hún dó þó áður en hún gat notið frelsisins.
Aðeins örfáar heimildir eru til um líf og ævi Sunnefu, en þær eru ekki skrifaðar með samúð fyrir stöðu eða aðstæðum hennar. Nýtt leikrit eftir Árna Friðriksson og …
Athugasemdir