Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Innsetningar, djass og afmæli

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar á næst­unni.

Innsetningar, djass og afmæli

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.


Of the North

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar 2022
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessi risastóra vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulku var upprunalega sýnd árið 2001, en í því fangar hún náttúru Íslands, yfirborð þess og það sem skoða má í smásjá. Örverur jafnt sem brim hafsins og bráðnandi ís, berghrun ásamt margs konar náttúrufyrirbærum sem snerta jarðmyndun og niðurbrot á plánetunni okkar. Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga kúlurnar snúast um ímyndaðan ás í seiðandi rytma með öllum þeim hljóðum sem fylgja. Hreyfitakturinn og orkan framkallar myndlíkingu sem getur leitt huga áhorfandans í margar áttir, hvort heldur er að stórbrotinni fegurð eða jarðbundnum hugleiðingum um viðkvæma náttúru og forgengileika jarðarinnar. 


Sölumaður deyr

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 20. feb. til 6. mars
Aðgangseyrir: frá 6.500 kr.

Sölumaður deyr (e. Death of a Salesman) eftir Arthur Miller er harmræn saga um hrun sjálfsmyndar. Saga fórnarlambs hins vægðarlausa ameríska draums um árangur og fjárhagslega velmegun, um glæst og áhyggjulaust líf. Verkið var frumsýnt árið 1949 og hlaut hin virtu Pulizerverðlaun sama ár.


Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 24. feb. & 3. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár, en upp á síðkastið hefur hann komið fram í Flóa, sal Hörpu þar sem er nóg pláss og auðvelt að virða fjarlægðarmörk. Tveir tónleikar fara fram á næstunni; á þeim fyrri kemur kvartett Sigurðar Flosasonar fram og spilar Charlie Parker, á þeim seinni spilar kvintett Andrésar Þórs.


Páll Óskar 50 ára

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 4., 5. & 6. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 9.900 kr.

Páll Óskar, poppkonungur Íslands, fagnar hálfrar aldar afmæli sínu með þrennum tónleikum. Páll hefur verið í framlínu íslenskra söngvara um áratuga skeið, eða síðan hann tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 1990. Búast má við því að hann fari víða á þessum tónleikum og spili lög víðs vegar úr ferli sínum.


Hafnarfjörður

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 7. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning samanstendur af verkum úr safneign Hafnarborgar þar sem Hafnarfjörður sjálfur er viðfangsefnið. Meðferð listamannanna á viðfangsefninu er hefðbundin, fígúratíf nálgun þar sem þekkja má fyrirmyndina úr veruleikanum. Verkin eru frá þessari og síðustu öld, frá landsfrægum og minna þekktum listamönnum.


Gosi

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 14. mars
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Fjölskylduverkið Gosi ætti að vera öllum vel kunnugt, en það fjallar um samnefndan talandi spýtustrák. Gosi heldur á vit ævintýranna í stað þess að hlýða föður sínum. Sýningin hlaut Grímuverðlaun 2020 fyrir barnasýningu ársins.


Berangur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 25. apríl
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessi sýning einblínir á landslagsmálverk Georgs Guðna frá síðustu starfsárum hans. Verkin eru máluð á Berangri, sem var heimili og vinnustofa listamannsins síðustu árin hans, en þau byggja á næmu skynbragði og upplifunum Georgs gagnvart umhverfi sínu; jafnt frammi fyrir hraunkarlalegum og veðurbörðum harðbalanum, sem stríðum náttúruöflunum allt um kring.


WERK - Labor move

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Hulda Rós Guðnadóttir beinir sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum og alþjóðahagkerfinu í þessari staðbundnu innsetningu. Verkið samanstendur af þriggja rása kvikmyndaverkinu Labor Move, skúlptúrum er beintengjast kvikmyndaverkinu, og myndbandsupptöku af vinnu við samsetningu skúlptúranna í salnum sjálfum í aðdraganda sýningaropnunar.


Dýrslegur kraftur

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 30. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Á þessari samsýningu eru verk fimmtán listamanna pöruð saman við verk Errós. Verkin eru fjölbreytt og vísa og endurspegla á einn eða annan hátt í þá fjölmörgu miðla sem Erró er þekktur fyrir og þann frjóa og kraftmikla hugmyndaheim sem birtist áhorfendum í verkum hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár