Móðir Gígju og Brynju Skúladætra kvartaði til umboðsmanns barna í desember árið 2000 yfir illri meðferð sem þær máttu sæta á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar Laugalandi. Árið 2001 bárust tvö erindi til viðbótar til umboðsmanns vegna heimilisins. Árið 2010 sendi Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík umboðsmanni póst þar sem hún lýsti illri meðferð á Laugalandi og því að forstöðumenn þar hefðu stolið eigum hennar. Um allt þetta var Barnaverndarstofa, undir stjórn Braga Guðbrandssonar, upplýst. Þrátt fyrir þetta fór aldrei fram rannsókn á því hvað væri hæft í ásökunum um illa meðferð á meðferðarheimilinu.
Umboðsmanni barna bárust fjögur munnleg erindi á árunum 2000 og 2001 þar sem greint var frá illri meðferð stúlkna á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti. Í kjölfarið fundaði umboðsmaður með þremur stúlkum vegna málsins og einnig með starfsfólki Stuðla. Kvörtunum átti að koma á framfæri við Barnaverndarstofu og …
Athugasemdir