Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki

Sex kon­ur stíga fram í Stund­inni og lýsa al­var­legu of­beldi sem þær segj­ast hafa orð­ið fyr­ir á með­an þær dvöldu á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu að­il­um. For­stöðu­mað­ur heim­il­anna hafn­ar ásök­un­um. Ábend­ing­ar um of­beld­ið bár­ust þeg­ar ár­ið 2000 en Barna­vernd­ar­stofa taldi ekk­ert hafa átt sér stað. Kon­urn­ar upp­lifa að mál­um þeirra hafi ver­ið sóp­að und­ir tepp­ið. „Við vor­um bara börn.“

Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Lýsa ofríki og ofbeldi á Laugalandi Sex konur lýsa miklu ofríki, líkamlegu og andlegu ofbeldi, á meðan að þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og síðar Laugalandi. Þær bera að þáverandi forstöðumaður, Ingjaldur Arnþórsson, hafi verið sá er beitti ofbeldinu.

Sex konur sem á unglingsárum voru vistaðar á meðferðarheimilum sem Ingjaldur Arnþórsson stýrði frá árinu 1997 til 2007 segja að þær hafi verið beittar alvarlegu og kerfisbundnu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þær segjast stíga fram í nýju tölublaði Stundarinnar, sem kom út í dag, því þær vilji að barnaverndaryfirvöld gangist við að hafa brugðist þeim og að þau biðjist afsökunar. Ingjaldur sjálfur hafnar því alfarið að hafa nokkurn tíma beitt nokkra stúlku sem dvaldi á meðferðarheimilunum ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu.

Þegar árið 2000 komu fram ábendingar og tilkynningar um illa meðferð stúlkna sem voru vistaðar á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar að Laugalandi í Eyjafirði. Tilkynningum þess efnis var beint bæði til Barnaverndarstofu og umboðsmanns barna. Tilkynningarnar voru frá stúlkum sem höfðu dvalist á meðferðarheimilunum og frá foreldrum þeirra.

Konurnar sem nú stíga fram í Stundinni vilja að fram fari opinber rannsókn á tímabilinu sem Ingjaldur var forstöðumaður meðferðarheimilanna. Ingjaldur tók við rekstri meðferðarheimilis fyrir unglingsstúlkur í Varpholti í Eyjafirði árið 1997. Þremur árum síðar var starfsemin flutt að Laugalandi í Eyjafirði. Ingjaldur var forstöðumaður þess til ársins 2007. Barnaverndarstofa hafði umsjón með meðferðarheimilinu. Rétt er að geta þess að konurnar bera eftirmanni Ingjalds, Pétri G. Broddasyni mjög vel söguna og telja að það starf sem hann hefur unnið eftir að hann tók við sem forstöðumaður sé ómetanlegt.

„Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið“
Kolbrún Þorsteinsdóttir
um fund með Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu

Ein kvennanna sem segir sögu sína í Stundinni segist hafa sagt Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, frá ofbeldinu árið 2001. „Ég fór til Braga þegar ég var 17 ára og nýbyrjuð í Iðnskólanum. Það var árið 2001. Ég sat inni á skrifstofunni hans og sagði honum frá því sem hafði komið fyrir mig, sagði honum frá ofbeldinu í Varpholti og Laugalandi. Hann var rólegur og hlustaði á mig og sagði bara „já“ og svo var fundinum lokið og hann kvaddi mig. Hann skrifaði ekkert niður og ekkert gerðist í kjölfarið,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir sem lýsir því í viðtali í Stundinni að hún hafi verið skelfingu lostin frá fyrsta degi þegar hún kom í Varpholt. Ástæðan var andlegt og líkamlegt ofbeldi Ingjaldar í hennar garð og hinna stúlknanna. 

Bragi segir í viðtali í Stundinni að hann reki ekki minni til þess að hafa átt slíkan fund, þótt hann útiloki það ekki. Sama ár bárust umboðsmanni barna ábendingar um að stúlkurnar væru beittar ofbeldi. Þrjár stúlkur sem höfðu verið vistaðar á meðferðarheimilunum fóru á fund umboðsmanns barna og lýstu illri meðferð og ofbeldi. Í gögnum frá umboðsmanni barna segir að ábendingarnar séu teknar alvarlega og að um fjölmörg mannréttindabrot gagnvart stúlkunum væri að ræða ef satt reyndist. Úttekt Barnaverndarstofu á heimilinu í kjölfarið leiddi ekkert misjafnt í ljós og málið var látið niður falla. 

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi fengið vitneskju um reynslu stúlknanna fyrir nokkrum dögum og segir að hann og ráðuneytið muni kynna sér málið nánar strax í næstu viku. 

Stundin mun á næstunni birta frásagnir kvennanna og frekari gögn málsins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár