Ég hef lýst því áður í löngu máli hversu hallað hefur á lýðræði í Bandaríkjunum undangengin ár, landinu sem margir kalla enn leiðtoga hins frjáls heims, og ekki bara þar. Freedom House, bandarísk stofnun sem hefur kortlagt lýðræði um heiminn allar götur frá 1972, hefur lækkað lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna smám saman úr 9,4 2010 niður í 8,6 2020. Æ fleiri lýðræðisfræðingar taka í sama streng.
Nú hefur teymi stjórnmálafræðinga í Háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum, sem birta eina mest notuðu lýðræðisvísitölu heimsins langt aftur í tímann, lækkað lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr tíu niður í átta fyrir árin 2016-2018. Þetta er áfall fyrir land sem bjó við einkunnina tíu, fullt hús stiga, á hverju ári frá 1871 til 2015 ef aðeins árin 1967-1973 eru undan skilin. Einkunnaskalinn nær frá mínus tíu upp í plús tíu.
Bandaríkin eru ekki ein á báti. Stjórnmálafræðingarnir í Maryland hafa einnig lækkað lýðræðiseinkunn Bretlands úr tíu í átta …
Athugasemdir