Alls 25 milljónir einstaklinga eru lokaðir innan landamæra harðstjóra í Norður-Kóreu. Hvers vegna er fólkið ekki frelsað eftir rúmlega sjötíu ára kúgun í landinu? Til eru vitnisburðir og áköll til heimsins um hjálp, meðal annars frá rithöfundinum Bandi í bókinni Sakfelling og Með lífið að veði eftir Yeonmi Park. Berum við ábyrgð?
I. Ekki sitja hjá, ekki vera sama
Bókin Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni, eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, er merkileg bók um efni sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Hver eru einkenni harðstjóra? Hvernig geta borgararnir komið í veg fyrir að harðstjórar taki völdin enn á ný? Hvernig eru stofnanir eyðilagðar? Hvað tekur langan tíma að rústa lýðræðisríki?
Á sama tíma og við virðumst umbera að þjóðum sé haldið föngnum af harðstjórum, áttum við okkur ekki nógu vel á þegar þeir grafa undan lýðræðinu. Sá sem situr …
Athugasemdir