Aðeins 430 umsóknir hafa borist Reykjavíkurborg vegna sérstakra styrkja til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum. Tæplega 4.800 börn eiga hins vegar rétt á slíkum styrk. Velferðarsvið borgarinnar telur að ein af skýringum þess hversu fáir hafi sótt um styrkinn sé sú að lítil þátttaka hafi verið í íþróttum og tómstundum barna undanfarna mánuði vegna Covid-19. Formaður íþróttafélagsins Aspar telur hins vegar að léleg kynning, mikið flækjustig og sú staðreynd að fólk þurfi að greiða æfingagjöldin úr eigin vasa og bíða síðan eftir endurgreiðslu, hafi mest um þetta að segja. Þá gagnrýnir félagskona í Pepp, grasrótarsamtökum fólks í fátækt, að styrkinn sé ekki hægt að nýta til að greiða dvöl á frístundaheimili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir lofaði í apríl á síðasta ári 600 milljónum króna í sérstakan frístundastyrk til barna tekjulágra foreldra, sem hluta af aðgerðapakka 2 vegna …
Athugasemdir