Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra

Rík­is­stjórn­in lof­aði að veita 600 millj­ón­um króna í sér­stak­an stuðn­ing til íþrótta- og tóm­stund­a­starfs barna frá efnam­inni fjöl­skyld­um svo þau gætu tek­ið þátt í frí­stund­a­starfi í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið veitt­ir og út­færsla á fram­kvæmd er sögð í vinnslu.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra
Engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir Styrkjunum var lofað í sumar. Mynd: Ben Wicks / Unsplash

Loforð ríkisstjórnarinnar um 600 milljóna króna sérstaka frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra, sem boðaðir voru í aðgerðapakka 2 vegna Covid-19, eru enn óuppfyllt. Umræddur stuðningur var kynntur á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar 21. apríl síðastliðinn. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Engir slíkir styrkir voru greiddir út í sumar og hafa enn ekki verið greiddir.

Í kynningu á aðgerðunum, sem kynnt voru sem framhald efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna þeirra. Þar undir voru umræddir styrkir sem voru sagðir vera stuðningur við börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf.

Tilgreint var að veittur yrði 50 þúsund króna frístundastyrkur á barn til fjölskyldna þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Framkvæmd styrkveitinganna ætti að vera á höndum sveitarfélaganna og áætlað heildarframlag næmi 600 milljónum króna.

Hefði komið efnaminni foreldrum vel

Í umsögnum um fjáraukalög má sjá að umsagnaraðilar fögnuðu boðuðum stuðningi. Þannig sagði í umsögn Alþýðusambands Íslands að sambandið styddi ráðstöfunina og benti á mikilvægi þess að grípa fljótt til aðgerða til að koma í veg fyrir að áföll og efnahagslegar afleiðingar þeirra bitni á þeim hópum sem síst gætu varið sig. BSRB fagnaði tillögunni, sem og Öryrkjabandalag Íslands. Samband íslenskra sveitarfélag sagði aðgerðina „mjög jákvæða“ og vísaði til þess að gera ætti öllum börnum, óháð efnaheg, kleift að stunda íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“

Í umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarpið segir: „Fjármunir í frístundastarf barna og ungmenna er aðgerð sem mun koma börnum efnalítilla foreldra í Reykjavík til góða,“  en skýra þyfti hvort nota megi frístundastyrkinn í sumarnámskeið sveitarfélaga. Í umsögninni er jafnframt bent á að nú þegar sé til staðar fyrirkomulag til að framkvæma aðgerðina hjá sveitarfélögunum, í tilfelli Reykjavíkurborgar Frístundakortið, og því ætti tæknileg útfærsla að vera einföld. Í umsögn Ungmennafélags Íslands var „skjótum viðbrögðum“ fagnað enda sýndu rannsóknir gífurlegt forvarnargildi sem fælist í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hins vegar þyrfti að tryggja auðvelda úrvinnslu til að aðgerðin næði til allra hópa, jafnt þeirra sem stæðu á jaðrinum og fjölskyldna af erlendu bergi brotnu.

Veita átti styrkina til að börn gætu stundað frístundastarf í sumar

Meirihluti fjárlaganefndar tiltók í nefndaráliti sínu um fjáraukalög, þar sem lögð var til fjárheimild að sérækum stuðningi til sveitarfélaga upp á 600 milljónir í þessu skyni, að það væri gert til að gera sveitarfélögunum kleift að veita „styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Fjáraukalög, með umræddri heimild, voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn.

„Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum“

Sem fyrr segir hafa engir sérstakir frístundastykir verið veittir í suma og ekki enn nú 2. september. Á vefsíðu stjórnarráðsins er að finna undirsíðu sem ber yfirskriftina Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Þar er hægt að finna spurninguna: Hvernig sæki ég um stuðning fyrir tómstundastarf barnanna minna? Svarið við þeirri spurningu er: Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum. Óljóst er hvenær umrætt svar var uppfært. Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má einnig finna upplýsingasíðu þar sem staða aðgerða í aðgerðapökkum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 sem snúa að sveitarfélögunum er tíunduð. Þar segir að unnið sé að „tæknilegri útfærslu en stefnt er að því að hægt verði að sækja um rafrænt á haustmánuðum.“

Stundin óskaði svara hjá félagsmálaráðuneytinu hvað liði stuðningnum, og hvenær mætti ætla að hann kæmi til framkvæmda. Enn fremur óskaði Stundin upplýsinga um vinnslu verkefnisins. Svör höfðu ekki borist þegar fréttin var birt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár