Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigríður Andersen vill gefa bankana

Í stað þess að selja Ís­lands­banka ætti að af­henda lands­mönn­um öll­um jafn­an hlut í í bank­an­um til eign­ar að mati Sig­ríð­ur Á. And­er­sen þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sigríður Andersen vill gefa bankana
Vil afhenda almenningi bankana Sigríður hvetur efnahags- og viðskiptanefnd til að leggja fram frumvarp um að almenningi verði gefinn stór hlutur í Íslandsbanka. Hún ýjar að því að leggja fram slíkt frumvarp sjálf ella. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, vill að ríkið losi sig undan eignarhaldi á Íslandsbanka í heild sinni og það sem fyrst. Í stað þess að selja bankann vill hún að almenningi öllum á Íslandi verði gefinn jafn hluti í bankanum.

Sigríður lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að kominn sé tími til að hrinda í framkvæmd áratugagamalli hugmynd. „Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar,“ skrifar Sigríður. Ekki sé til betri leið til að að dreifa eignarhaldi, eins og margir telji mikilvægt og „enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““.

„Enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““

Sigríður rekur hugmyndina einkum til Eykons, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og þingmanns Sjálfstæðisflokksins á áttunda til tíunda áratugar síðustu aldar. Hann hafi hvatt mjög til þátttöku almennings í atvinnulífinu í gegnum hlutafélög.

Til stendur, skrifar Sigríður, að fara í hlutafjárútboð á 25 prósentum af hlutum í Íslandsbanka. Það sé vitaskuld gert til að lækka skuldir ríkissjóðs og einnig að minnka áhættu af eignarhaldi ríkisins á svo stórum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem Landsbankinn og Íslandsbanki eru. Önnur yfirlýst markmið séu að fjölga fjárfestingamöguleikum fyrir einstaklinga og fagjárfesta og stuðla að dreifðu, fjölbreytu og heilbrigðu eignarhaldi.

Ekki sé til betri leið til þess að ná þessum markmiðum, skrifar Sigríður, heldur en að afhenda landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar. Efnahags- og viðskiptanefnd hafi nú til umsagnar fyrirætlan fjármálaráðherra um hlutafjárútboðið. „Ég hvet nefndina til að taka af mér ómakið og leggja fram frumvarp til laga um afhendingu drjúgs hluta í Íslandsbanka til landsmanna á árinu samhliða fyrirhuguðu hlutafjárútboði.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár