Sigríður Andersen vill gefa bankana

Í stað þess að selja Ís­lands­banka ætti að af­henda lands­mönn­um öll­um jafn­an hlut í í bank­an­um til eign­ar að mati Sig­ríð­ur Á. And­er­sen þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sigríður Andersen vill gefa bankana
Vil afhenda almenningi bankana Sigríður hvetur efnahags- og viðskiptanefnd til að leggja fram frumvarp um að almenningi verði gefinn stór hlutur í Íslandsbanka. Hún ýjar að því að leggja fram slíkt frumvarp sjálf ella. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, vill að ríkið losi sig undan eignarhaldi á Íslandsbanka í heild sinni og það sem fyrst. Í stað þess að selja bankann vill hún að almenningi öllum á Íslandi verði gefinn jafn hluti í bankanum.

Sigríður lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að kominn sé tími til að hrinda í framkvæmd áratugagamalli hugmynd. „Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar,“ skrifar Sigríður. Ekki sé til betri leið til að að dreifa eignarhaldi, eins og margir telji mikilvægt og „enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““.

„Enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““

Sigríður rekur hugmyndina einkum til Eykons, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og þingmanns Sjálfstæðisflokksins á áttunda til tíunda áratugar síðustu aldar. Hann hafi hvatt mjög til þátttöku almennings í atvinnulífinu í gegnum hlutafélög.

Til stendur, skrifar Sigríður, að fara í hlutafjárútboð á 25 prósentum af hlutum í Íslandsbanka. Það sé vitaskuld gert til að lækka skuldir ríkissjóðs og einnig að minnka áhættu af eignarhaldi ríkisins á svo stórum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem Landsbankinn og Íslandsbanki eru. Önnur yfirlýst markmið séu að fjölga fjárfestingamöguleikum fyrir einstaklinga og fagjárfesta og stuðla að dreifðu, fjölbreytu og heilbrigðu eignarhaldi.

Ekki sé til betri leið til þess að ná þessum markmiðum, skrifar Sigríður, heldur en að afhenda landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar. Efnahags- og viðskiptanefnd hafi nú til umsagnar fyrirætlan fjármálaráðherra um hlutafjárútboðið. „Ég hvet nefndina til að taka af mér ómakið og leggja fram frumvarp til laga um afhendingu drjúgs hluta í Íslandsbanka til landsmanna á árinu samhliða fyrirhuguðu hlutafjárútboði.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár