Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigríður Andersen vill gefa bankana

Í stað þess að selja Ís­lands­banka ætti að af­henda lands­mönn­um öll­um jafn­an hlut í í bank­an­um til eign­ar að mati Sig­ríð­ur Á. And­er­sen þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sigríður Andersen vill gefa bankana
Vil afhenda almenningi bankana Sigríður hvetur efnahags- og viðskiptanefnd til að leggja fram frumvarp um að almenningi verði gefinn stór hlutur í Íslandsbanka. Hún ýjar að því að leggja fram slíkt frumvarp sjálf ella. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, vill að ríkið losi sig undan eignarhaldi á Íslandsbanka í heild sinni og það sem fyrst. Í stað þess að selja bankann vill hún að almenningi öllum á Íslandi verði gefinn jafn hluti í bankanum.

Sigríður lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að kominn sé tími til að hrinda í framkvæmd áratugagamalli hugmynd. „Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar,“ skrifar Sigríður. Ekki sé til betri leið til að að dreifa eignarhaldi, eins og margir telji mikilvægt og „enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““.

„Enginn verður sakaður um að afhenda hlutina „útvöldum““

Sigríður rekur hugmyndina einkum til Eykons, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og þingmanns Sjálfstæðisflokksins á áttunda til tíunda áratugar síðustu aldar. Hann hafi hvatt mjög til þátttöku almennings í atvinnulífinu í gegnum hlutafélög.

Til stendur, skrifar Sigríður, að fara í hlutafjárútboð á 25 prósentum af hlutum í Íslandsbanka. Það sé vitaskuld gert til að lækka skuldir ríkissjóðs og einnig að minnka áhættu af eignarhaldi ríkisins á svo stórum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem Landsbankinn og Íslandsbanki eru. Önnur yfirlýst markmið séu að fjölga fjárfestingamöguleikum fyrir einstaklinga og fagjárfesta og stuðla að dreifðu, fjölbreytu og heilbrigðu eignarhaldi.

Ekki sé til betri leið til þess að ná þessum markmiðum, skrifar Sigríður, heldur en að afhenda landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar. Efnahags- og viðskiptanefnd hafi nú til umsagnar fyrirætlan fjármálaráðherra um hlutafjárútboðið. „Ég hvet nefndina til að taka af mér ómakið og leggja fram frumvarp til laga um afhendingu drjúgs hluta í Íslandsbanka til landsmanna á árinu samhliða fyrirhuguðu hlutafjárútboði.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár