Heimsfaraldurinn hefur fært fólk nær dauðanum. Óttinn við Covid-19 hefur aukið kvíða hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir og aðrir sitja eftir með sára sorg í kjölfar ástvinamissis.
Sorgarferli fólks er ólíkt og það getur reynst fólki þungbært ef það missir einhvern nákominn af ástæðum sem það telur ósanngjarnar. Þetta segir Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sem hefur sérhæft sig í aðstoð við fólk sem glímir við dauðsföll og sorg. Undanfarið ár hefur óútskýrðum dauðsföllum fjölgað og slíkt getur valdið djúpum sárum hjá þeim sem eftir lifa.
„Það sem helst þarf að huga að er að gefa sér tíma,“ segir hún um sorgarferli fólks sem missir ástvini. „Það þarf að normalísera sorgina og sorgarviðbrögðin, en ekki sjúkdómsvæða þau. Þetta er ekki skilgreint sjúklegt ástand heldur eðlilegt tilfinningalegt viðbragð við ástvinamissi og tengslarofum. Þannig er það þegar maður missir einhvern sem maður er tengdur. Öll viðbrögð eru eðlileg í …
Athugasemdir