Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Við syrgjum af því að við elskum“

Ótíma­bær dauðs­föll geta reynst að­stand­end­um erf­ið og ýft upp til­finn­ing­ar á borð við reiði, að sögn sál­fræð­ings sem sér­hæf­ir sig í að­stoð við syrgj­end­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­skipta og var­ar við „ráða­góða ró­bótn­um“. Ótti við dauð­ann er stund­um fylgi­fisk­ur kvíðarösk­un­ar og Covid-19 far­ald­ur­inn get­ur gert hana erf­ið­ari.

„Við syrgjum af því að við elskum“
Bryndís Einarsdóttir Sálfræðingur segir ýmsar mýtur vera til staðar um hvernig sorgarferli eigi að ganga fyrir sig.

Heimsfaraldurinn hefur fært fólk nær dauðanum. Óttinn við Covid-19 hefur aukið kvíða hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir og aðrir sitja eftir með sára sorg í kjölfar ástvinamissis. 

Sorgarferli fólks er ólíkt og það getur reynst fólki þungbært ef það missir einhvern nákominn af ástæðum sem það telur ósanngjarnar. Þetta segir Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sem hefur sérhæft sig í aðstoð við fólk sem glímir við dauðsföll og sorg. Undanfarið ár hefur óútskýrðum dauðsföllum fjölgað og slíkt getur valdið djúpum sárum hjá þeim sem eftir lifa. 

„Það sem helst þarf að huga að er að gefa sér tíma,“ segir hún um sorgarferli fólks sem missir ástvini. „Það þarf að normalísera sorgina og sorgarviðbrögðin, en ekki sjúkdómsvæða þau. Þetta er ekki skilgreint sjúklegt ástand heldur eðlilegt tilfinningalegt viðbragð við ástvinamissi og tengslarofum. Þannig er það þegar maður missir einhvern sem maður er tengdur. Öll viðbrögð eru eðlileg í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dauðans óvissa eykst

Veturinn kom þennan dag
ViðtalDauðans óvissa eykst

Vet­ur­inn kom þenn­an dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár