Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Morgunblaðið segir Trump lagðan í einelti og Biden „gangi ekki á öllum“

Mál­stað­ur Don­alds Trumps hef­ur reglu­lega ver­ið tek­inn upp í leið­ara Morg­un­blaðs­ins. Eft­ir inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on eru fjöl­miðl­ar gagn­rýnd­ir, gert lít­ið úr Joe Biden, sagt að Trump hafi ver­ið lagð­ur í einelti og bent á að hann sé dáð­asti mað­ur Banda­ríkj­anna.

Morgunblaðið segir Trump lagðan í einelti og Biden „gangi ekki á öllum“
Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er almennt talinn leiðarahöfundur blaðsins. Mynd: Pressphotos

„Enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. 

Leiðarar blaðsins eru ómerktir, en taldir skrifaðir af Davíð Oddssyni, ritstjóra og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, en annar ritstjóri er Haraldur Johanesen. Ritstjórnarskrif Morgunblaðsins hafa vakið töluverða umræðu og eftirtekt vegna stuðnings við málstað Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Fjallað er um innrás stuðningsmanna Trumps inn í þinghúsið í Washington á forsíðu Morgunblaðsins í dag, líkt og flestra vestrænna fjölmiðla, en leiðarinn undir heitinu „Að loknum stóraslag“ tekur enga afstöðu með eða á móti innrásinni. Þar er hins vegar gert lítið úr Joe Biden, verðandi forseta og bent á að Trump njóti aðdáunar.

„En Trump átti við Joe Biden, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi. Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það. En hans menn geta bent á að enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjörtímabilið var sveit sérstaks saksóknara með tugi saksóknara og rannsakenda að fara yfir ásakanir um að Rússar hefðu séð til að Trump ynni kosningarnar 2016. Allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fylgdu þessari dellu eftir eins og þeir vissu sjálfir ekkert í sinn haus. Það var einnig eftirtektarvert að evrópskir fjölmiðlar töldu allan þennan tíma að þarna væri verið að fjalla um alvöru mál, og það jafnvel risavaxið mál og urðu því sér til minnkunar eins og starfssystkinin vestra.“

Þá segir Morgunblaðið um Biden að „aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur veikari forseti komið nýr í Hvíta húsið.“

Þess ber að geta að Joe Biden hlaut 51,3% atkvæða í forsetakosningunum í nóvember en Trump 46,9%. Sigur Bidens var meira afgerandi en í síðustu tveimur forsetakosningum, þar sem Trump hlaut aðeins 46,1% atkvæða 2016 og Obama 51,1% atkvæða 2012.

Hins vegar er bent á í leiðara Morgunblaðsins að Trump sé dáðasti maður Bandaríkjanna, en hann hlaut 18% stuðning í samsvarandi skoðanakönnun Gallups, þremur prósentustigum meira en Barack Obama. „En það hefur sjálfsagt orðið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Donald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann.“

Þrátt fyrir að mælast með aðdáun 18% Bandaríkjamanna er Donald Trump óvinsælasti forseti undir lok forsetatíðar sinnar síðustu fjóra áratugi.

Áður hefur leiðaraskrifari Morgunblaðið meðal annars stutt ásakanir Donalds Trumps um mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum, þar sem gagnrýnt var 20. nóvember að gert væri ráð fyrir því að Trump hefði tapað kosningunum sem fóru fram 17 dögum áður. 

Ekki er minnst á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghúsið í leiðaranum og ekki hægt að fullyrða að leiðarahöfundurinn hafi vitað af atburðinum þegar hann skilaði grein sinni í prentun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár