Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Morgunblaðið segir Trump lagðan í einelti og Biden „gangi ekki á öllum“

Mál­stað­ur Don­alds Trumps hef­ur reglu­lega ver­ið tek­inn upp í leið­ara Morg­un­blaðs­ins. Eft­ir inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on eru fjöl­miðl­ar gagn­rýnd­ir, gert lít­ið úr Joe Biden, sagt að Trump hafi ver­ið lagð­ur í einelti og bent á að hann sé dáð­asti mað­ur Banda­ríkj­anna.

Morgunblaðið segir Trump lagðan í einelti og Biden „gangi ekki á öllum“
Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er almennt talinn leiðarahöfundur blaðsins. Mynd: Pressphotos

„Enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. 

Leiðarar blaðsins eru ómerktir, en taldir skrifaðir af Davíð Oddssyni, ritstjóra og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, en annar ritstjóri er Haraldur Johanesen. Ritstjórnarskrif Morgunblaðsins hafa vakið töluverða umræðu og eftirtekt vegna stuðnings við málstað Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Fjallað er um innrás stuðningsmanna Trumps inn í þinghúsið í Washington á forsíðu Morgunblaðsins í dag, líkt og flestra vestrænna fjölmiðla, en leiðarinn undir heitinu „Að loknum stóraslag“ tekur enga afstöðu með eða á móti innrásinni. Þar er hins vegar gert lítið úr Joe Biden, verðandi forseta og bent á að Trump njóti aðdáunar.

„En Trump átti við Joe Biden, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi. Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það. En hans menn geta bent á að enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjörtímabilið var sveit sérstaks saksóknara með tugi saksóknara og rannsakenda að fara yfir ásakanir um að Rússar hefðu séð til að Trump ynni kosningarnar 2016. Allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fylgdu þessari dellu eftir eins og þeir vissu sjálfir ekkert í sinn haus. Það var einnig eftirtektarvert að evrópskir fjölmiðlar töldu allan þennan tíma að þarna væri verið að fjalla um alvöru mál, og það jafnvel risavaxið mál og urðu því sér til minnkunar eins og starfssystkinin vestra.“

Þá segir Morgunblaðið um Biden að „aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur veikari forseti komið nýr í Hvíta húsið.“

Þess ber að geta að Joe Biden hlaut 51,3% atkvæða í forsetakosningunum í nóvember en Trump 46,9%. Sigur Bidens var meira afgerandi en í síðustu tveimur forsetakosningum, þar sem Trump hlaut aðeins 46,1% atkvæða 2016 og Obama 51,1% atkvæða 2012.

Hins vegar er bent á í leiðara Morgunblaðsins að Trump sé dáðasti maður Bandaríkjanna, en hann hlaut 18% stuðning í samsvarandi skoðanakönnun Gallups, þremur prósentustigum meira en Barack Obama. „En það hefur sjálfsagt orðið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Donald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann.“

Þrátt fyrir að mælast með aðdáun 18% Bandaríkjamanna er Donald Trump óvinsælasti forseti undir lok forsetatíðar sinnar síðustu fjóra áratugi.

Áður hefur leiðaraskrifari Morgunblaðið meðal annars stutt ásakanir Donalds Trumps um mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum, þar sem gagnrýnt var 20. nóvember að gert væri ráð fyrir því að Trump hefði tapað kosningunum sem fóru fram 17 dögum áður. 

Ekki er minnst á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghúsið í leiðaranum og ekki hægt að fullyrða að leiðarahöfundurinn hafi vitað af atburðinum þegar hann skilaði grein sinni í prentun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár