Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Trumpistar ruddust inn í þinghúsið í Washington

Banda­rísk­ir þing­menn flúðu und­an stuðn­ings­mönn­um Don­alds Trumps sem brut­ust inn í þing­hús­ið í Washingt­on. Trump neit­ar að við­ur­kenna ósig­ur og seg­ir vara­for­set­ann Mike Pence skorta hug­rekki. „Banda­rík­in krefjast sann­leik­ans!“ tísti Trump.

Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddu sér leið inn í þinghúsið í Washington í kvöld, þar sem sameinað þing beggja deilda hefur haft til umræðu staðfestingu kjörmanna á kjöri Joes Biden sem forseta.

„Þetta er valdaránstilraun,“ segir Adam Kinzinger, fulltrúardeildarþingmaður repúblikana á Twitter.

Ein kona var skotin í hálsinn af lögreglu inni í þinghúsinu og er sögð látin. Minnst fjórir aðrir eru slasaðir eftir innrásina.

Donald Trump forseti hefur ítrekað fullyrt án nokkurra sannana að um kosningasvik hafi verið að ræða í þeim ríkjum þar sem hann tapaði naumlega. Hann kom fram á fjöldafundi í dag og hvatti stuðningsmenn sína til dáða til að snúa niðurstöðum kosninganna.

„Við gefumst aldrei upp og viðurkennum aldrei ósigur,“ sagði hann.

Í dag missti Reúpblikanaflokkurinn meirihluta sinn í öldungadeildinni, þar sem tveir fulltrúar demókrata báru naumlega sigurorð af frambjóðendum repúblikana í Georgíu.

Hlé var á þingstörfum vegna þessa og var húsinu læst. Varaforsetinn Mike Pence fór úr húsinu í fylgd öryggisvarða. Lögregla við þinghúsið bað um liðsauka og hefur innrásarfólkinu verið bolað aftur út. Táragasi var dreift um ganga þinghússins. 

Mótmælendur í þinghúsinuÞinghúsinu hefur verið læst og hvorki fréttamenn né mótmælendur komast út.

„Mike Pence hafði ekki hugrekkið“

Mitch McConnell, fráfarandi forseti öldungadeildarinnar fyrir hönd repúblikana, hafnaði í ræðu sinni tilraunum til að koma í veg fyrir staðfestingu kosningaúrslitanna. „Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur æðri köllun en að festast í endalusum vítahring flokkspólitískra hefnda.“

Donald Trump bað mótmælendur í tísti eftir innrásina að hafa sig hæga. „Vinsamlegast styðjið við lögregluna við þinghúsið. Þeir eru sannarlega í liði með landinu okkar. Verið friðsamleg!“

Rétt áður hafði hann ráðist gegn varaforsetanum Mike Pence, fyrir að sinna ekki beiðnum um að hindra formlegt kjör Joes Biden. „Mike Pence hafði ekki hugrekkið til þess að gera það sem þurfti að gera til að vernda landið okkar og stjórnarskrána, að gefa ríkjunum tækifæri til að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki falskar eða ónákvæmar sem þau voru áður beðin að staðfesta. Bandaríkin krefjast sannleikans!“

Komið hefur verið á útgöngubanni í Washington. Gert er ráð fyrir því að haldið verði áfram með þingfund í kvöld.

Donald Trump sagði í myndbandsávarpi til stuðningsmanna sinna eftir innrásina að hann elskaði þá og að þeir væru „mjög sérstakir“, en þyrftu að fara heim og halda friðinn. Hann ítrekaði að kosningunum hefði verið stolið og sagðist skilja þá.

Þingmenn á flóttaÖryggisverðir vöruðu þingmenn við því að þeir gætu þurft að beygja sig undir borðin sín vegna innrásarinnar í þinghúsið.
Mótmælendur fyrir utanTrump hefur egnt mótmælendum áfram, en bað þá loks að bakka eftir innrásina í þinghúsið.
Mótmæli bægir sér undan táragasi„Stöðvið stuldinn“ segja mótmælendur og taka þar með undir fullyrðingar Donalds Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar þrátt fyrir að talning hafi leitt í ljós tap gegn Joe Biden.
Lögregla tekst á við trumpistaÁtök hafa verið milli stuðningsmanna Trumps og lögreglu, sem hefur notað táragas.
Stuðningsmenn TrumpsFóru í óleyfi inn í þinghúsið.
Mótmælandi í þingsalÞingsalurinn féll í hendur mótmælenda.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ríkisvaldið geti mildað áhrif stýrivaxta á hag hinna lægst launuðu
Fréttir

Rík­is­vald­ið geti mild­að áhrif stýri­vaxta á hag hinna lægst laun­uðu

Gylfi Zoega skrif­ar um áhrif vaxta, lífs­kjör og sjálf­stæði seðla­banka í nýj­ustu Vís­bend­ingu.
Ásgeir Brynjar tekur við ritstjórn Vísbendingar
Fréttir

Ás­geir Brynj­ar tek­ur við rit­stjórn Vís­bend­ing­ar

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, tek­ur við rit­stjórn viku­rits­ins Vís­bend­ing­ar af Em­il Dags­syni. Hann seg­ir markmið sitt í starfi verða að efla gagn­rýna og vand­aða um­ræðu um efna­hags­mál og við­skipti.
„Svívirðilegir glæpir“ í heimalandinu en eru samt send heim
Fréttir

„Sví­virði­leg­ir glæp­ir“ í heima­land­inu en eru samt send heim

Þrátt fyr­ir að á síð­ustu ár­um hafi yf­ir­völd í Venesúela og vopna­hóp­ar þeirra fram­ið „sví­virði­lega glæpi“, kerf­is­bundn­ar pynd­ing­ar og af­tök­ur, hef­ur kær­u­nefnd út­lend­inga­mála stað­fest úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar um að neita fólki það­an um vernd.
Snorri leitar að ríkum og vondum bakhjörlum
Fréttir

Snorri leit­ar að rík­um og vond­um bak­hjörl­um

Snorri Más­son, rit­stjóri Snorra Más­son­ar rit­stjóra, leit­ar nú að fjár­fram­lög­um frá „ríku og vondu fólki“ sem vill styðja við nýja fjöl­mið­il­inn hans sem ber heit­ið „Snorri Más­son rit­stjóri“. Hann seg­ir áskrif­end­ur að miðl­in­um hrann­ast inn.
Bragi Páll Sigurðarson
Bragi Páll Sigurðarson
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Stríð­ið um at­hygli þína og reiði

Við töp­uð­um. Án þess að við tækj­um eft­ir því var háð stríð um at­hygli okk­ar og við átt­um ekki séns.
Spottið 29. september 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 29. sept­em­ber 2023

Þegar einveran öskrar á mann en þú mætir brosi í Bónus
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar ein­ver­an öskr­ar á mann en þú mæt­ir brosi í Bón­us

Far­ald­ur ein­mana­leika og fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar herj­ar á heim­inn.
Elliði hefur áður varið sig gegn spurningum með því að hann sé ekki „pólitíkus“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði hef­ur áð­ur var­ið sig gegn spurn­ing­um með því að hann sé ekki „póli­tík­us“

Minni­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Ölfuss hef­ur ákveð­ið að vísa húsa­máli Ell­iða Vign­is­son­ar bæj­ar­stjóra til siðanefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Elliði hef­ur var­ið sig í mál­inu með því að hann sé ekki kjör­inn full­trúi og þurfi þar af leið­andi ekki að ræða við­skipti sín í smá­at­rið­um.
Tónlistarunnendur: Ekki láta næstu tónleika framhjá ykkur fara!
GagnrýniES kvartett

Tón­list­ar­unn­end­ur: Ekki láta næstu tón­leika fram­hjá ykk­ur fara!

Tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk brá sér í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu, á tón­leikaröð­ina Sí­gild­ir sunnu­dag­ar, og hlýddi á banda­ríska ES strengja­kvart­ett­inn.
Molnandi minningahöll
GagnrýniMeð guð í vasanum

Moln­andi minn­inga­höll

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir leik­hús­gagn­rýn­andi fór og sá fyrstu frum­sýn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins í vet­ur, glæ­nýtt ís­lenskt leik­verk eft­ir Maríu Reyn­dal.
Gjöf sem hefur galla
GagnrýniEkki málið

Gjöf sem hef­ur galla

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á frum­sýn­ingu þriðja verks­ins í þrí­leik þýsku stjörn­unn­ar Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.
Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    10
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
Loka auglýsingu