„Þessi skýrsla ásamt Namibíumálinu gerir það að verkum að við getum ekki lengur ornað okkur lengur við þá hugsun að ómögulegt sé að íslensk fyrirtæki kunni að vera þátttakendur í svona háttsemi erlendis,“ segir Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari í Reykjavík, sem stýrir því embætti sem fer með rannsókn mögulegra mútumála íslenskra fyrirtækja og Íslendinga erlendis, aðspurður um nýja skýrslu starfshóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um viðbúnað og rannsóknir íslenskra yfirvalda á mútumálum. Skýrslan ber heitið Implementing the OECD Anti-bribery convention.
Í skýrslunni er bent á fjölmörg atriði sem íslensk yfirvöld geta bætt í eftirliti og rannsóknum á ætluðum mútubrotum.
Ólafur: Ekki prívatmál
Ólafur segir að Íslendingar þurfi að vera betur á verði í þessum málaflokki: „Við verðum bara að axla þær skyldur sem á okkur hvíla og standa okkur í því að vinna gagngert að því að rannsaka þær grunsemdir sem upp koma um svona háttsemi og fylgja því vel …
Athugasemdir